26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

71<br />

Sigurbjörg Valsdóttir<br />

dýnunnar. Til að halda eiginleikum hennar lá hann á einu laki og var færður ofar í rúmið<br />

á því. Húð var skoðuð að minnsta kosti tvisvar á dag eða þegar skipt var um legustellingar.<br />

Sjúklingur nærðist einungis með næringarslöngu sem liggur gegnum kvið og<br />

inn í görn. Þar sem meðferð hans er sérhæfð og flókin var hún skipulögð í samráði við<br />

næringarráðgjafa. Áframhaldandi meðferð fól í sér að auka hreyfigetu, styrk og þol<br />

sjúklingsins dag frá degi með því að láta hann setjast á rúmstokkinn tvisvar á dag auk<br />

virkra æfinga í rúmi. Við endurmat var stigafjöldi óbreyttur á Bradenkvarðanum. Roði á<br />

spjaldhrygg var minnkandi. Ekki voru merki um önnur þrýstingssár. Roði var á vinstri<br />

hæl. Þegar þrýstingi var létt af hvarf hann. Hafður var koddi undir fótum þannig að<br />

hælar voru lausir.<br />

Sjúklingur 3 nærðist illa og fólst meðferðin í því að athuga orsakir lystarleysis og<br />

gefa fjölbreytta og orkuríka fæðu ásamt næringardrykkjum. Fæðuneysla var færð á<br />

matarskrá. Notað var kembileitarblað þar sem metin er þörf á næringarráðgjöf en<br />

sjúklingur reyndist <strong>ekki</strong> þurfa slíka ráðgjöf. Þetta eyðublað má finna í klínískum<br />

leiðbeiningum Landspítalans um þrýstingssár. Við endurmat fékk hann 21 stig á<br />

Bradenkvarðanum, matarlyst hafði örlítið batnað.<br />

Fjórði sjúklingurinn var með blöðru á vinstri hæl við skoðun. Ástæðuna má<br />

líklega rekja til afleiðinga innri áhættuþátta, það er breyttrar skynjunar og sykursýki<br />

(Padula o.fl., 2008) auk þess að hafa <strong>ekki</strong> fullan styrk í fætinum. Meðferð beindist að því<br />

meðhöndla þrýstingssárið á hælnum. Þegar sjúklingurinn lá út af var þess gætt að hællinn<br />

væri frír. Blaðran var heil og var hún því látin vera. Ekki þótti ástæða til að setja<br />

hydrocolloidumbúðir yfir hana vegna þess hversu rólfær sjúklingurinn var. Við<br />

endurmat var blaðran farin að minnka.<br />

Fimmti sjúklingurinn fékk fæst stig í flokknum næringu og þar á eftir í virkni og<br />

hreyfigetu. Meðferðin beindist að því að fylgjast með matarneyslu hans með matarskrá<br />

og hann fékk næringardrykki. Hvatt var til aukinnar hreyfingar og virkni og útbúin<br />

gönguáætlun fyrir hann. Á fimmta degi eftir aðgerð fékk hann 23 stig á Bradenkvarðanum.<br />

Þessi sjúklingur er dæmi um einstakling sem gengur í gegnum bataferlið án<br />

vandkvæða. Hann var léttur á fæti fyrir aðgerð og hafði enga innri áhættuþætti sem auka<br />

hættu á þrýstingssárum. Samt sem áður var hann við hættumörk á öðrum degi eftir<br />

aðgerð.<br />

UMRÆÐUR<br />

Sjúklingar, sem gangast undir hjartaskurðaðgerðir eru í sérstakri hættu á að fá<br />

þrýstingssár, meðal annars vegna lengdar og eðlis aðgerðar, skertrar hreyfigetu fyrstu<br />

dagana eftir aðgerð og lítillar matar- og vökvaneyslu (Lewicki o.fl., 1997; Sewchuk o.fl.,<br />

2006). Almennt er mikið um þrýstingssár hjá skurðsjúklingum (Feuchtinger o.fl., 2005)<br />

73<br />

72

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!