26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

140<br />

Bráðaverkjameðferð aldraðra<br />

stillingar í líknandi meðferð. Uppbygging stigans er þannig að í fyrsta þrepi eru lyf<br />

sem gefin eru við vægum verk svo sem parasetamól og bólgueyðandi lyf. Í öðru<br />

þrepi eru, til viðbótar lyfjum í þrepi eitt, lyf sem notuð eru við meðalverk, það er væg<br />

ópíöt. Þrep þrjú hefur að geyma sterk ópíöt og lyf úr þrepi eitt. Þegar stiginn er<br />

notaður við meðferð á bráðaverkjum eftir skurðaðgerðir er þó <strong>ekki</strong> byrjað í neðsta<br />

þrepi stigans, eins og gert er í líknandi meðferð, heldur er byrjað í efsta þrepi og<br />

haldið niður eftir því sem verkurinn dvínar er frá líður aðgerð. Þótt parasetamól sé<br />

neðst í þessum stiga sýna nýlegar rannsóknir að það er mjög áhrifaríkt verkjalyf og<br />

hefur líka ópíatasparandi eiginleika (Mackintosh, 2007) en ópíöt eru þungamiðjan í<br />

bráðri verkjameðferð. Eldri einstaklingar fá venjulega hærri toppa eða styrk í blóði<br />

og lengri verkun af ópíötum heldur en yngra fólk. Ópíatameðferð aldraðra ætti því<br />

að byrja á 25-50% lægri skömmtum heldur en mælt er með fyrir fullorðna og auka<br />

þá rólega um 25%. Hægt er gefa aukaskammt ef um verkjatopp er að ræða og fyrri<br />

skammtur er árangurslaus og aukaverkanir litlar. Ópíöt eru yfirleitt gefin í æð, með<br />

sjúklingsstýrðu utanbasts (e. epidural) innrennsli (PCA) eða í æð, fyrstu einn til tvo<br />

sólarhringana eftir skurðaðgerð. Þar sem aldraðir eru næmir fyrir ópíötum,<br />

sérstaklega ef þeir hafa <strong>ekki</strong> notað slík lyf áður, og er hættara við neikvæðum<br />

áhrifum gildir hér sú aðferð að byrja hægt og halda áfram rólega (Prowse, 2007).<br />

Gefa ætti töflur þegar sjúklingur þolir inntöku um munn en þó eru lyfin gefin í<br />

æð eftir stórar skurðaðgerðir. Forðast ætti að gefa öldruðum lyf í vöðva vegna rýrari<br />

vöðva og minni fituvefjar. Hægara frásog verkjalyfja í vöðva getur valdið seinkuðum<br />

eða lengri áhrifum, breyttu serumgildi á verkjalyfi og hugsanlegri eitrun þegar<br />

inngjöfin er endurtekin. Ef <strong>ekki</strong> er unnt að gefa töflur má íhuga endaþarmsstíla og<br />

lyfjagjöf undir tungu. Verkjalyfjagjöf utanbasts gefur möguleika á minni ópíataskömmtum<br />

heldur en lyfjagjöf í æð. Sjúklingsstýrð verkjalyfjameðferð (e. patient<br />

controlled analgesia, PCA) í æð er heppileg fyrir vitsmunalega heila aldraða sjúklinga en<br />

ætti <strong>ekki</strong> að nota hjá rugluðu fólki því það getur leitt til ónógrar verkjastillingar.<br />

Ópíöt sem notuð eru á viðeigandi hátt, eru <strong>ekki</strong> hættulegri meðal aldraðra heldur en<br />

í öðrum aldurshópum (Prowse, 2007) og hefur til að mynda verkjalyfið<br />

Oxycodone® eða Oxycontin® sem er langverkandi ópíat, afbragðsverkjastillandi<br />

áhrif hjá öldruðum. Skammverkandi ópíöt ætti hins vegar að nota við gegnumbrotsverk<br />

(Ardery o.fl., 2003) en það er verkur sem sjúklingur fær þrátt fyrir sterk<br />

verkjalyf. Önnur verkjalyf en ópíöt, svo sem parasetamól og bólgueyðandi lyf, eru<br />

árangursrík meðal aldraðra. Verkjastillandi áhrif þessara lyfja auka áhrif ópíata og má<br />

því minnka skammt þeirra (Ardery o.fl., 2003).<br />

Hætta á aukaverkunum verkjalyfja er mikil meðal aldraðra vegna breyttrar hæfni<br />

til niðurbrots og útskilnaðar lyfja. Algengar aukaverkanir af ópíötum eru<br />

hægðatregða, ógleði og uppköst, rugl, hægari andardráttur, slæving, kláði, þvagtregða<br />

og lágþrýstingur. Besta aðferðin til að meðhöndla ópíatatengdar aukaverkanir er að<br />

minnka skammt þeirra um 25%-50% ef verkjastilling er viðunandi. Hjá sjúklingum<br />

með aukaverkanir og verki er hugsanlegt að bæta við öðrum verkjalyfjum en ópí-<br />

142<br />

141

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!