26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

47<br />

KOLBRÚN EVA SIGURÐARDÓTTIR<br />

Hlutverk næringar í sáragræðslu<br />

INNGANGUR<br />

Þeir hjúkrunarfræðingar sem starfa með skurðsjúklingum þekkja vel hversu erfitt<br />

verkefni það getur verið að græða sár og sérstaklega sýkt sár. Rétt meðhöndlun sára<br />

felur í sér að allir áhrifaþættir eru metnir og bestu þ<strong>ekki</strong>ngu er beitt til þess að stuðla<br />

að sáragræðslu. Oft beinist athyglin mest að vali á sáraumbúðum og tíðni sáraskiptinga<br />

en fleiru þarf að huga að svo sem ástæðum þess að sár sýkjast eða gróa, hvernig<br />

sýkt sár hreinsast og hvernig best megi styðja við græðslu þeirra. Rannsóknir hafa<br />

sýnt að sjúklingar með sýkt sár þurfa lengri sjúkrahúsvist, lífsgæði þeirra skerðast og<br />

árangur meðferðar telst því ófullnægjandi. Allt þetta veldur sjúklingum óþægindum<br />

og stuðlar að auknum kostnaði í heilbrigðiskerfinu.<br />

Í þessum bókarkafla verður fjallað um áhrif næringar á sáragræðslu og þá<br />

sérstaklega hjá sjúklingum sem gangast undir skurðaðgerðir á meltingarfærum.<br />

Þessum sjúklingahópi er hætt við næringarskorti því langvarandi fasta er algeng og<br />

aðgerðin eða undir<strong>liggja</strong>ndi sjúkdómur getur haft áhrif á upptöku næringarefna og<br />

getu sjúklinganna til að nærast. Tilgangur kaflans er að beina sjónum að hlutverki<br />

hjúkrunarfræðinga í sáragræðslu og næringarinntekt sjúklinga og hvernig þeir geta<br />

stutt sem best við bata sjúklinganna.<br />

Fyrst verður fjallað um áhrif næringar á græðslu sára og hvernig hjúkrunarfræðingar<br />

geta með markvissum aðgerðum metið næringarástand skurðsjúklinga,<br />

lagt fram meðferð sem mætir þörfum þeirra og metið árangur hennar. Síðan verða<br />

tekin dæmi um fimm sjúklinga sem fengu næringarmeðferð, sagt ítarlega frá tveimur<br />

þeirra og hjúkrun þeirra borin saman í þeim tilgangi að varpa ljósi á mikilvægi næringar<br />

í sáragræðslu sem og í bataferli sjúklinga.<br />

Gagnasöfnun fór fram á Pub-Med, Scopus og Blackwell-synergy.com og voru<br />

leitarorðin nursing AND nutrition AND wound notuð. Mikill fjöldi greina fannst og<br />

voru langflestar þeirra fræðilegar samantektir. Greinar sem fjölluðu um sáragræðslu<br />

og næringu hjá sjúklingum eftir aðgerðir á meltingarfærum voru valdar svo og<br />

næringarfræðilegar greinar sem fjölluðu um mikilvægi vítamína, steinefna, vökva og<br />

orku í næringu.<br />

49<br />

48

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!