26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

182<br />

Heiða Hringsdóttir og Sólveig Tryggvadóttir<br />

segir einnig að áður en að útskrift sjúklings komi skuli aðstæður hans kannaðar og<br />

honum tryggð fullnægjandi heimaþjónusta eða önnur úrræði eftir því sem unnt er.<br />

Við útskrift af heilbrigðisstofnun skal sjúklingur fá, eftir því sem þörf krefur, leiðbeiningar<br />

um þýðingarmikil atriði sem varða eftirmeðferð, svo sem lyfjagjöf, mataræði,<br />

þjálfun og aðra hreyfingu. Ef þess er óskað skal gefa þessar leiðbeiningar skriflega<br />

(Lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997). Ljóst er að þeim sem fá góða fræðslu<br />

gengur betur að sjá um sig sjálfir eftir að heim er komið og þurfa síður að leita aftur<br />

til heilbrigðisþjónustunnar. Í rannsókn, sem gerð var til að meta árangur af stöðluðum<br />

útskriftarleiðbeiningum, kom þetta skýrt í ljós (Henderson og Zernike, 2001).<br />

Því miður skortir oft verulega á að upplýsingar, sem skurðsjúklingar fá fyrir heimferð,<br />

dugi til sjálfsumönnunar (Gilmartin, 2007).<br />

Það er <strong>ekki</strong> nóg að vita hvað þarf að fræða sjúklinga um heldur þarf að vita<br />

hvernig er best að koma efninu til skila. Hjá Hróbjarti Árnasyni (2005) kemur fram<br />

að við fullorðinsfræðslu og sjúklingafræðslu skiptir máli umhverfið sem lært er í,<br />

hvaða hvati er til námsins og gagnsemi þess sem á að læra. Þetta byggir hann á<br />

kenningum Knowles um nám fullorðinna. Sjúklingar finna mikinn hvata til náms<br />

þegar aðstæður breytast í lífi þeirra, svo sem við sjúkrahúsvist. Hlutverk hjúkrunarfræðinga<br />

er að nýta það til að hjálpa fólki að taka ábyrgð á eigin meðferð (Hayes,<br />

2005). Nauðsynlegt er að þjálfa starfsfólk í kennsluhlutverkinu til að það nái<br />

tilætluðum árangri. Rannsókn var gerð til að meta ánægju sjúklinga með útskriftarleiðbeiningar<br />

fyrir og eftir að starfsfólk fór á námskeið í nýjum kennsluháttum. Þar<br />

kom fram að það sem var sagt og hvernig það var sagt hafði úrslitaáhrif á gagnsemi<br />

kennslunnar. Sérstaklega átti þetta við leiðbeiningar fyrir heimferð, þar skipti mestu<br />

að fræðsluefnið væri einstaklingsmiðað. Þegar starfsfólk fær stuðning og fræðslu um<br />

betri kennsluaðferðir aukast gæði sjúklingafræðslunnar. Þar með fækkar endurkomum<br />

á sjúkrahús og sjúklingarnir verða ánægðari með þá fræðslu sem þeir fá<br />

(Burkhart, 2008).<br />

Fleiri rannsóknir hafa sýnt nauðsyn þess að einstaklingshæfa útskriftaráætlanir<br />

fyrir sjúklinga. Stundum finnst sjúklingum að þeir fái of mikið af upplýsingum,<br />

fræðslan sé of stöðluð og það láist að spyrja sjúklingana sjálfa hvaða<br />

upplýsingar þeir telji mikilvægt að fá og hvað aðrir heilbrigðisstarfsmenn hafi frætt<br />

þá um (Maloney og Weiss, 2008). Þar sem skurðsjúklingar mátu sjálfir hvers konar<br />

útskriftarfræðsla myndi nýtast þeim best komu fram fjögur meginþemu.<br />

Sjúklingunum fannst fræðslan of stöðluð og <strong>ekki</strong> henta þeim vel. Sumum fannst<br />

vanta upplýsingar en öðrum fannst þeir fá of mikið af upplýsingum. Þá kom í ljós að<br />

upplýsingar gátu verið misvísandi til sama sjúklings eftir því hvaða heilbrigðisstarfsmaður<br />

var að fræða þá. Einnig láðist í mörgum tilfellum að taka með í<br />

útskriftaráætlun aðstæður fólks eftir útskrift. Að síðustu fannst sjúklingunum vanta<br />

eftirfylgni og töldu æskilegt að fá símtal á öðrum til þriðja degi eftir að heim var<br />

komið (McMurray o.fl., 2007). Mikilvægt er að huga að eftirfylgni sem hægt er að<br />

veita á ýmsa vegu. Sjúklingar eru almennt ánægðari með að fá símtal heldur en<br />

184<br />

183

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!