26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

94<br />

Áhrif fótanudds á svefn<br />

eða vakið þá. Tveir vöknuðu um nóttina 2-3 sinnum, einn (nr. 1) sagðist vera vanur því<br />

en annar (nr. 4) þurfti á klósett. Öllum fjórum fannst þeir vera úthvíldir eftir nóttina. Á<br />

heildina litið reyndist meðferðin hægja á hjartslætti og það bendir til slökunar í<br />

taugakerfinu og jafnframt bætti meðferðin svefn sjúkinganna.<br />

UMRÆÐA<br />

Það er erfitt að meta árangur sérhæfðar meðferðar eins og nudds. Ein leið til að meta<br />

áhrif meðferðar er að skrá árangur af meðferð á lífeðlisfræðilegum grunni. Önnur er að<br />

meta áhrif á huga og líkama. Þegar beitt er sérhæfðri meðferð eins og nuddi er frekar<br />

horft til þess að auka vellíðan eða virkni, draga úr einkennum og hjálpa viðkomandi að<br />

takast á við veikindi frekar en að lækna eða fjarlægja sjúkdómseinkenni eða halda<br />

lífeðlisfræðilegum mælingum innan ákveðinna marka. Hver sjúklingur er einstakur og<br />

reynsla og sjúkdómsástand mjög mismunandi. Sjúklingar geta fundið fyrir sýndaráhrifum<br />

eða haft tilhneigingu til að þóknast rannsakandanum með því að gefa jákvæð<br />

svör. Viðbótarmeðferð ætti því helst að sníða fyrir hvern einstakling. Þá er vert að hafa í<br />

huga að þó jákvæð áhrif séu sýndaráhrif þá er líðan sjúklings það sem skiptir mestu máli<br />

þegar upp er staðið.<br />

Það er <strong>ekki</strong> hægt að fullyrða neitt út frá niðurstöðum athugunar minnar enda um<br />

mjög lítið úrtak að ræða. Þær benda samt til að meðferðin hafi haft einhver jákvæð áhrif<br />

á svefn, hvort sem nuddinu sjálfu, undirbúningi eða tengslunum sem mynduðust vegna<br />

þess er að þakka. Niðurstöðurnar eru í takt við þær rannsóknir sem ég fann. Hjá Song<br />

og Kim (2006) kom fram að nudd bætir svefn hjá eldra fólki og niðurstöður Sharpe og<br />

félaga (2007) benda til að nuddmeðferð stuðli að aukinni vellíðan og minnki<br />

streitueinkenni meðal eldra fólks hvort sem ástæðan er nuddið sjálft eða mannlegu<br />

samskiptin. Rannsókn Ejindu (2007) benti einnig til einhverra róunaráhrifa fótanudds.<br />

Nuddmeðferð er persónuleg í eðli sínu og því er <strong>ekki</strong> gott að segja hvað þóknunar- eða<br />

sýndaráhrif eiga stóran þátt í svörum sjúklinganna. Áhrif nuddsins á púlshraða voru<br />

einhver en þó óveruleg og í samræmi við niðurstöður rannsóknar Ejindu (2007). Áhrif á<br />

súrefnismettun voru misvísandi og því <strong>ekki</strong> hægt að álykta út frá þeim niðurstöðum.<br />

Slíkt kemur <strong>ekki</strong> á óvart þar sem ég fann <strong>ekki</strong> neina rannsókn sem sýndi slík áhrif. Það<br />

hefði getað spilað inn í að lífsmörkin voru tekin um leið og nuddið var búið en <strong>ekki</strong><br />

látinn líða smá tími, 5 mínútur eða svo, til að leyfa líkamanum að bregðast við. Fingurmælir<br />

er heldur <strong>ekki</strong> nákvæmasta aðferðin til að mæla púls og súrefnismettun. Það kom<br />

á óvart að umhverfið reyndist <strong>ekki</strong> valda svefntruflunum hjá þessum sjúklingum eins og<br />

ég átti von á. Líkamleg einkenni héldu <strong>ekki</strong> almennt vöku fyrir sjúklingunum, aðeins<br />

einn vaknaði vegna þvaglátsþarfar. Einkennameðferð og verkjameðferð er góð og var<br />

það ánægjuleg niðurstaða en þó <strong>ekki</strong> óvænt.<br />

9<br />

96<br />

95

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!