26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

28<br />

Anna María Ólafsdóttir og Lilja Ásgeirsdóttir<br />

44 sjúklingar þátt í könnuninni. Í 30 tilvikum (68%) voru engin fyrirmæli gefin um<br />

að sjúklingur skyldi fasta en þrátt fyrir það föstuðu þeir allir að minnsta kosti frá<br />

miðnætti, aðfaranótt aðgerðadags. Hjá 12 sjúklingum (27%) voru fyrirmæli um föstu<br />

frá miðnætti skráð á fyrirmælablað læknis. Í einu tilviki voru gefin fyrirmæli um að<br />

sjúklingur skyldi fasta frá 22, kvöldið fyrir aðgerð og í öðru tilviki voru fyrirmælin<br />

„fastandi fyrir aðgerð“ gefin en engin tímamörk skilgreind. Raunveruleg tímalengd<br />

föstu fyrir skurðaðgerð var mun lengri en ráðlagt er. Að meðaltali voru sjúklingarnir<br />

fastandi bæði á fasta fæðu og vökva í 12,3 klukkustundir. Sá sjúklingur sem fastaði<br />

lengst var fastandi í 19,5 klukkustundir fyrir aðgerð. Sá sem fastaði styst var fastandi í<br />

8,5 klukkustundir. Meirihluti sjúklinganna (89%) fastaði í 10 klukkustundir eða meira.<br />

Einum þátttakanda var gefinn vökvi í æð, hluta af þeim tíma sem hann fastaði.<br />

Sjúklingarnir fengu vatnssopa með lyfjaforgjöf fyrir svæfingu. Að aðgerð lokinni<br />

voru sjúklingar spurðir hvernig þeim leið á meðan þeir voru fastandi. Algengast var<br />

að sjúklingarnir fyndu fyrir þorsta og/eða munnþurrki (39%) en nokkrir<br />

sjúklinganna fundu fyrir svengd (14%). Þó nokkrir (20%) fundu fyrir ógleði að<br />

aðgerð lokinni. Aðspurðir um líðan komu fram tilsvör á borð við ,,ég fann fyrir<br />

hræðilegum þorsta, var skraufþurr í munninum og hélt ég myndi kafna þegar ég<br />

vaknaði“, „ég var hryllilega þurr þegar ég vaknaði eftir aðgerðina“, „þorstinn var<br />

svakalega slæmur kvöldið fyrir aðgerð“, „ég var alveg svakalega þyrst og var lengi að<br />

jafna mig“, „ég var rosalega þyrstur þegar ég vaknaði eftir aðgerðina, mér leið illa alla<br />

nóttina vegna þess“. Þrír sjúklingar tiltóku sérstaklega að þeir hefðu vilja fá að drekka<br />

meira fyrir aðgerðina.<br />

HVERNIG Á AÐ INNLEIÐA BREYTINGAR Á VERKLAGI?<br />

Í þessum kafla hefur verið fjallað um misræmi á því vinnulagi sem tíðkast varðandi<br />

föstu fyrir skurðaðgerðir og þeirri gagnreyndu þ<strong>ekki</strong>ngu á efninu sem er til staðar,<br />

jafnt hérlendis sem erlendis. Það vekur upp spurningar um ástæður þess að svo<br />

erfiðlega gengur að innleiða nýjungar í störf heilbrigðisstarfsfólks. Gagnreynd<br />

þ<strong>ekki</strong>ng innan heilbrigðiskerfisins stuðlar að auknu öryggi sjúklinga og eykur gæði<br />

þjónustunnar. Hinsvegar er það staðreynd að útgáfa gagnreyndra vinnuleiðbeininga<br />

leiðir <strong>ekki</strong> af sjálfu sér til breytinga á verklagi meðal heilbrigðisstarfsfólks (Bosse o.fl.,<br />

2006; Francke o.fl., 2008). Meira þarf að koma til svo sem vönduð innleiðing þeirra<br />

sem getur verið erfitt og flókið ferli (Søreide og Ljungqvist, 2006). Ýmsar hindranir<br />

geta staðið í veginum fyrir því að gagnreyndir starfshættir séu notaðir innan<br />

heilbrigðiskerfisins. Langvarandi fasta fyrir skurðaðgerð er gjarnan réttlætt af<br />

heilbrigðisstarfsfólki á þá leið að breytingar geti orðið á aðgerðaáætlun og því sé<br />

öruggara að láta sjúklinga fasta lengur en skemur. Einnig er hræðsla við að fresta<br />

þurfi aðgerð sé sjúklingur fastandi í styttri tíma. Slíkar áhyggjur þykja tilefnislausar því<br />

rannsóknir sýna að oftast eru áætlaðar skurðaðgerðir annað hvort á tilsettum tíma<br />

eða þeim seinkar (Baril og Portman, 2007; Crenshaw og Winslow, 2002a; 2002b;<br />

2006; 2008). Vanþ<strong>ekki</strong>ng á tilvist nýrra gagnreyndra vinnuleiðbeininga,<br />

30<br />

29

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!