26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

190<br />

Heiða Hringsdóttir og Sólveig Tryggvadóttir<br />

Til þess að meta árangur af nýrri útskriftaráætlun höfðu höfundar samband<br />

við fjórar konur sem gengist höfðu undir skurðaðgerð á brjósti þar sem nýrri hjúkrunarmeðferð<br />

hafði verið beitt í útskriftarferli þeirra. Fimm konur voru í meðferðarhópnum.<br />

Þrjár konur höfðu farið í brottnám á brjósti og tvær í fleygskurð á brjósti.<br />

Fjórar höfðu uppgötvað meinið við sjálfskoðun en aðeins ein við hópleit. Konurnar<br />

voru á aldrinum 45-84 ára. Allar sögðust konurnar vera ánægðar með leguna á H-<br />

deild. Aðspurðar um útskriftarfræðsluna, sem þær fengu, sögðust þær hafa fengið<br />

mikið af upplýsingum í stuttri legu. Legutími eftir skurðaðgerð hjá þessum konum<br />

var 2-6 dagar. Aðeins ein kona útskrifaðist <strong>ekki</strong> heim til sín heldur fór hún á sjúkrahús<br />

í sinni heimabyggð til áframhaldandi legu og fékk því <strong>ekki</strong> símaeftirfylgd 2-3<br />

dögum eftir útskrift. Þær konur, sem hringt var í heim, sögðust allar hafa verið<br />

ánægðar með að fá símtal frá hjúkrunarfræðingi eftir útskrift. Sumar voru með<br />

spurningar sem þær vildu fá svör við en hinum fannst stuðningur í því að heyra í<br />

hjúkrunarfræðingi af deildinni þó <strong>ekki</strong> væru nein sérstök vandamál. Tvær konur<br />

nefndu það að símtalið hefði mátt koma nokkrum dögum síðar eða viku eftir útskrift.<br />

Allar voru konurnar ánægðar með þá áherslu sem lögð var á mikilvægi<br />

næringar til að byggja sig upp fyrir áframhaldandi meðferð.<br />

Konurnar fjórar, sem haft var símasamband við, töluðu um kvíða í legunni<br />

en með því að hjúkrunarfræðingar nýti vel allar stundir sem gefast má draga úr kvíða<br />

og spennu. Engin þeirra fékk þó meira en 3 stig á DT-kvarða. Tvær konur nefndu<br />

að þær hefðu fengið fótanudd til að draga úr verkjum og voru þær ánægðar með það<br />

og fannst nuddið líka minnka kvíða. Þeim fannst öllum kvíði hafa minnkað þegar á<br />

leið og var hann orðinn mun minni þegar símtalið átti sér stað. Hjúkrunarfræðingar<br />

og annað starfsfólk á H-deild FSA hefur tekið nýrri útskriftaráætlun fagnandi. Þó<br />

hafa komið fram nokkrar athugasemdir sem höfundar hafa tekið tillit til og lagfært.<br />

Þá hafa hjúkrunarfræðingar bent á að þessi ákveðni sjúklingahópur fái oft sér meðferð<br />

miðað við aðra sjúklinga sem gangast undir skurðaðgerð vegna annars konar<br />

krabbameins. Höfundar sjá því ástæðu til að útfæra nýja útskriftaráætlun á sama hátt<br />

fyrir aðra sjúklingahópa sem gangast undir skurðaðgerð vegna krabbameins. Hér<br />

fyrir neðan er tilbúið dæmi sem lýsir því hvernig útskriftaráætlunin nýtist í starfi.<br />

Tilbúið dæmi úr starfi<br />

Anna er 45 ára gömul kona. Hún er gift og á þrjú börn sem öll búa heima. Anna<br />

vinnur hlutastarf í verslun og eiginmaður hennar er sjómaður. Fjölskyldan býr á<br />

Akureyri. Anna fann sjálf hnút í hægra brjósti og fór til læknis sem sendi hana í ómskoðun<br />

og í framhaldi af því fór Anna í sýnatöku úr brjóstinu. Í ljósi niðurstöðu úr<br />

sýnatökunni var ákveðið að Anna færi í fleygskurð og eitlaúrnám í hægri holhönd.<br />

Anna fór á innritunarmiðstöð FSA daginn fyrir áætlaða skurðaðgerð og fékk<br />

þar undirbúning fyrir aðgerðina og upplýsingar um það helsta sem hún mætti eiga<br />

von á í legunni eftir aðgerðina. Anna mætti beint á skurðstofu að morgni aðgerðardags<br />

og lagðist inn á H-deild eftir aðgerðina. Hún var með einn kera sem lítið kom í<br />

og var fjarlægður fyrir útskrift. Önnu gekk vel að jafna sig líkamlega eftir aðgerðina<br />

192<br />

191

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!