26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

177<br />

Endursköpun á brjóstum<br />

LOKAORÐ<br />

Að greinast með krabbamein í brjósti er erfið lífsreynsla sem hefur bæði líkamleg og<br />

andleg áhrif á konur. Á hinn bóginn getur brjóstauppbygging verið álíka erfið fyrir maka<br />

kvenna og fjölskyldu. Allar skurðaðgerðir eru áhættusamar og er enduruppbygging<br />

brjósta með vöðvaflutningi stór og löng aðgerð sem fellur vissulega í sér áhættu.<br />

Margir vilja að brjóstauppbyggingin verði hluti af krabbameinsmeðferðinni sjálfri,<br />

en <strong>ekki</strong> eru allar konur sem kæra sig um frekari meðferð. Þeim finnst krabbameinsmeðferðin<br />

erfið og treysta sér <strong>ekki</strong> í meira. Konur sem á hinn bóginn velja<br />

brjóstauppbyggingu segja flestar að það hafi verið gert til að losna við gervibrjóstið,<br />

öðlast frelsi til að klæðast mismunandi fatnaði, endurheimta kvenleika sinn og uppfylla<br />

þrá þeirra til að finnast þær heilar að nýju (Boehmer o.fl., 2007; Wolf, 2004).<br />

Hlutverk hjúkrunarfræðinga sem annast konur sem gangast undir<br />

brjóstauppbyggingu ætti að vera að efla sjálfstraust og sjálfsvirðingu kvennanna ásamt<br />

því að veita fullnægjandi fræðslu fyrir aðgerð. Það má <strong>ekki</strong> gleymast að konan er oft á<br />

tíðum búin að ganga í gegnum stranga meðferð vegna krabbameinsins ásamt því að<br />

fara í brjóstnám.<br />

Það eru <strong>ekki</strong> margar rannsóknir til sem fjalla um ánægju og lífsgæði kvenna eftir<br />

endursköpun á brjóstum. Ein íslensk rannsókn er þó í burðarliðnum og verður hrundið<br />

af stað fljótlega (Svanheiður L. Rafnsdóttir, Regína Ólafsdóttir og Þórdís Kjartansdóttir,<br />

2009). Þar verður stuðst við svokallaðan Breast-Q spurningalista sem er fyrsti sérhæfði<br />

spurningalistinn fyrir konur sem gangast undir aðgerðir á brjóstum. Þar verða lífsgæði<br />

eftir aðgerð skoðuð annars vegar og ánægju með aðgerð hins vegar. Lífsgæðahluti<br />

listans fjallar m.a. um líkamlega líðan, félags- og andlega líðan og kynheilsu eftir aðgerð.<br />

Ánægjuhlutinn sýnir t.d. ánægju með brjóst, ánægju með útkomu og ánægju með<br />

umönnun. Notkunarmöguleikar spurningalistans eru margir og rannsóknarhópurinn<br />

mun byrja á að skoða eingöngu brjóstauppbyggingar á Íslandi. Telur hópurinn að þessi<br />

spurningalisti sé mikilvægt mælitæki til að meta væntingar og útkomu frá sjónarhóli<br />

sjúklinganna. Jafnframt sé hann mikilvægt tæki í gæðaeftirliti fyrir skurðlækna,<br />

hjúkrunarfræðinga og annað starfsfólk spítalans.<br />

179<br />

178

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!