26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

174<br />

Ólöf Guðrún Ásbjörnsdóttir<br />

máli. Konur sem fóru í síðbúna enduruppbyggingu sögðu að þær hefðu fundið nánast<br />

samstundis fyrir jákvæðum breytingum hvað varðar sjálfsálit og líkamsímynd. Ástæða<br />

þessa var talin vera sú að þær höfðu fengið tíma til að lifa með brjóstleysinu. Á hinn<br />

bóginn tjáðu þær konur sem fóru í tafarlausa uppbyggingu sig um vissan missi sem og<br />

tap á sjálfsvirðingu og lélegri líkamsmynd. Sjálfsvirðing og bætt líkamsímynd þeirra jókst<br />

svo með tímanum.<br />

Persónulegar aðstæður kvennanna höfðu mikið að segja um aðlögunarferlið eftir<br />

brjóstauppbygginguna. Stuðningur frá fjölskyldu og nánustu vinum ásamt áhyggjum af<br />

heilsufari og fjárhagi réð miklu um hversu vel þær aðlöguðust. Flestar sóttu konurnar<br />

stuðning til maka og nánustu vina og ættingja en töldu þó að enginn gæti sett sig í þeirra<br />

spor og í sumum tilfellum höfðu orðið vinslit vegna þess sem þær töldu vera skilningsleysi<br />

viðkomandi gagnvart tilfinningum þeirra. Hvað varðar samlíf með mökum töldu<br />

flestar konurnar maka sína vera sátta við nýja útlitið og ferlið hafi <strong>ekki</strong> haft áhrif á þann<br />

þátt. Hins vegar töluðu þær um að þær væru mjög meðvitaðar um útlit sitt og voru<br />

tregar til að bera líkama sinn, jafnvel fyrir maka sínum.<br />

3. Endurskilgreining á eðlilegu ástandi (redefining normality).<br />

Að endurheimta eðlilegt ástand eftir brjóstauppbyggingu var það sem flestar konurnar<br />

stefndu að. Þegar þær höfðu gert sér grein fyrir því að fyrra ástand var <strong>ekki</strong> mögulegt<br />

var nauðsynlegt fyrir þær að sætta sig við hið nýja ástand. Þetta átti <strong>ekki</strong> einungis við um<br />

nýja líkamsímynd og sjálfsvirðingu heldur einnig um að endurskilgreina félagsleg sambönd,<br />

fjölskylduaðstæður, lífsstíl og sjálfa sig. Einnig þurftu þær að aðlagast nýja brjóstinu<br />

og gera sér grein fyrir að það yrði aldrei eins og það sem þær misstu, hvorki að<br />

tilfinningu né útliti.<br />

Konurnar í rannsókn þeirra Hill og White (2008) segja flestar að þessi lífsreynsla<br />

sé þeim mikilvæg hvað varðar sýn þeirra á lífið. Þær eru reiðubúnar að deila henni með<br />

öðrum konum í svipaðri stöðu, með það fyrir augum að aðstoða þær í gegnum ferlið<br />

frá greiningu krabbameinsins til brjóstauppbyggingarinnar sjálfrar. Helsti takmarkandi<br />

þátturinn í þessari rannsókn er hve úrtakið er lítið, aðeins 10 konur. Hins vegar eru<br />

niðurstöður höfunda auðskiljanlegar og auðvelt að heimfæra þær upp á íslenskan<br />

veruleika.<br />

Þótt flestar konur hafi svipaða sýn á líkamsímynd sína eru til konur sem láta útlit<br />

sitt <strong>ekki</strong> ganga fyrir og setja spurningamerki við hinn hefðbundna kvenleika og forðast<br />

þar með jafnvel að vera álitnar kynverur. Boehmer o.fl. (2007) velta m.a fyrir sér ánægju<br />

samkynhneigðra kvenna með brjóstauppbyggingu og hvort þær hafi aðra líkamsímynd<br />

en gagnkynhneigðar konur. Þær túlka niðurstöður sínar á þann veg að samkynhneigðar<br />

konur velti útliti sínu <strong>ekki</strong> eins mikið fyrir sér og gagnkynhneigðar konur. Við leit mína á<br />

heimildum um þetta efni fann ég <strong>ekki</strong> margar rannsóknir sem geta stutt þessa<br />

176<br />

175

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!