26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

199<br />

Útskrift eftir mjaðmarbrot<br />

Í einni rannsókn var athugað hversu oft 562 mjaðmarbrotnir sjúklingar hefðu<br />

verið fluttir til. Sjúklinganir voru 73-90 ára og rúm 80% þátttakenda voru konur.<br />

Fyrir brot bjuggu um 88% heima en aðeins um 20% þeirra fóru beint heim af<br />

sjúkrahúsinu. Eftir 6 mánuði voru um 74% komnir heim. Tengsl voru á milli óráðs á<br />

sjúkrahúsinu og tíðra flutninga og á milli nýlegra vandamála og tíðra flutninga.<br />

Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að þörf sé á að draga úr flutningum sjúklinga<br />

eftir innlögn vegna mjaðmarbrots. Bent er á að leið til að draga úr flutningum sé að<br />

koma í veg fyrir óráð í kjölfar aðgerðar og að draga úr líkum á nýjum<br />

heilsufarsvandamálum. Auk þessa þurfi að samræma þjónustu því þættir eins og vel<br />

gerð útskriftaráætlun og eftirfylgni getur dregið úr endurinnlögnum (Boockvar o.fl.,<br />

2004).<br />

Í sumum rannsóknanna segir frá hver stýrir útskriftaráætlun sjúklings og að<br />

hún sé margþætt (Auslander o.fl., 2008; Day o.fl., 2009; Fielden o.fl., 2003; Lin o.fl.,<br />

2005). Rannsóknunum ber saman um að gott sé að einhver einn sjái um áætlun allra<br />

á sjúkrahúsi. Í framvirkri rannsókn frá Ísrael, þar sem gert er árangursmat á<br />

útskriftaráætlun 1426 sjúklinga, eru félagsráðgjafar í aðalhlutverki sem stjórnendur<br />

(Auslander o.fl., 2008). Í eigindlegri írskri rannsókn voru tekin viðtöl við 6<br />

hjúkrunarfræðinga í þeim tilgangi að skoða og lýsa hvernig skipuleggjendur útskriftar<br />

sjá sitt hlutverk. Helstu niðurstöður voru að mikilvægt væri að hjúkrunarfræðingar<br />

þekktu þarfir sjúklings og þá þjónustu sem samfélagið býður upp á. Rannsakendum<br />

kom hins vegar á óvart hversu lítil samvinna var við félagsráðgjafa eða<br />

félagsmálastofnum við framkvæmd útskriftaráætlunar (Day o.fl., 2009).<br />

Á Íslandi hafa <strong>ekki</strong> verið birtar rannsóknir á útskriftaráætlunum svo ég þ<strong>ekki</strong><br />

til. Þess vegna byggi ég á eigin reynslu úr starfi þegar ég samsinni því að útskriftaráætlanir<br />

eru margþættar. Eins tel ég best að einhver einn stýri áætluninni en þó <strong>ekki</strong><br />

fyrir alla á deild eða sjúkrahúsi heldur hvern einstakling og að unnið sé þverfaglega.<br />

Mín reynsla er sú að starfsmenn leita í vaxandi mæli til félagsráðgjafa þegar um<br />

flóknari útskriftaráætlanir er að ræða.<br />

ÚTSKRIFTARÁÆTLANIR Á BÆKLUNARDEILD FSA<br />

Árið 2008 voru gerðar yfir 220 gerviliðaaðgerðir á FSA. Þetta er stærsti sjúklingahópur<br />

bæklunardeildar. Útskriftaráætlun fyrir þann hóp tel ég í góðum farvegi.<br />

Hjúkrunarfræðingar stjórna útskriftaráætlun sjúklinga en læknar ráða formlega<br />

útskriftardegi. Aðgerðardagur er ákveðinn með símtali hjúkrunarfræðings við<br />

sjúkling. Þá er einnig farið yfir helstu heilsufarsþætti, tímalengd innlagnar og farið yfir<br />

aðstæður heima og hvaða ráðstafanir þarf að gera fyrir útskrift. Í rannsókn Fortina<br />

og félaga (2005) kom í ljós að sérsaminn bæklingur var vel þeginn og uppfyllti þarfir<br />

sjúklinganna um fræðslu. Má ætla að sama eigi við á bæklunardeild FSA en þar fá<br />

þessir sjúklingar sérsniðið fræðsluefni um aðgerðina og undirbúning fyrir hana sent<br />

heim a.m.k. þremur vikum fyrir aðgerð. Boðuð er í leiðinni koma á<br />

201<br />

200

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!