26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

87<br />

Sesselja Jóhannesdóttir<br />

drauma, dagleg virkni örvast og minni batnar. Æsingur og rugl er oft afleiðing<br />

svefnleysis (Robinson o.fl., 2005) og er bráðaóráð stundum óæskilegur fylgikvilli<br />

aðgerða sem mikilvægt er að koma í veg fyrir (Sólborg Ingjaldsdóttir, 2007). Líkamsklukka<br />

mannsins endurstillist stöðugt vegna ytri merkja, eins og breytinga á ljósmagni og<br />

hitastigi og hugrænni vitneskju okkar um tímann. Í kjölfarið eru sendar upplýsingar til<br />

mismunandi hluta heilans sem sjá um hina margvíslegu starfsemi líkamans, eins og að<br />

gefa frá sér hormón, gera við vefi, stjórna líkamshita, framleiða þvag og melta fæðu.<br />

Fyrir tilstilli boða frá sjónu augans um myrkur losnar svefnhormónið melatónín úr<br />

heiladingli og veldur syfju og svefni (Parker, 2007). Melatónínframleiðsla minnkar með<br />

hækkandi aldri og er slíkt talið eiga þátt í svefntruflunum eldra fólks (Sharma o.fl., 1989;<br />

Haimov o.fl., 1994; sjá Gilham, 2009). Bati aðgerðasjúklinga byggist m.a. á að skurðsár<br />

þeirra grói fljótt og vel en sár gróa vegna frumuskiptinga og próteinmyndunar með aðstoð<br />

vaxtarhormóna. Djúpur svefn örvar losun vaxtarhormóna þar sem u.þ.b. 70%<br />

þeirra losna í svefni. Vaxtarhormón auka beinmyndum og myndun rauðra blóðkorna<br />

og er gróandi skemmdra vefja mestur á nóttunni (Robinson o.fl., 2005). Hægt er að<br />

stuðla að betri svefni skurðsjúklinga með því að huga að því sem getur valdið andvöku,<br />

eins og birtu, kvíða eða verkjum.<br />

Svefnleysi er skilgreint sem erfiðleikar við að sofna eða halda sér sofandi, vakna<br />

of snemma og finnast maður vera vansvefta (Nadolski, 2005). Svefnleysi er tilfinning<br />

um ónógan eða lélegan svefn þegar <strong>ekki</strong> er um að ræða utanaðkomandi hindrun á þeim<br />

tíma sem svefn á sér venjulega stað. Orsakir svefnleysis geta verið lífeðlisfræðilegar,<br />

sálrænar/andlegar og vegna umhverfisáhrifa. Svefnleysi má skipta í frumsvefnleysi og<br />

afleitt svefnleysi. Frumsvefnleysi er <strong>ekki</strong> afleiðing líkamlegs eða andlegs kvilla og lyf<br />

verka vel á það. Afleitt svefnleysi er mun algengara og orsakast af öðrum sjúkdómum,<br />

lyfjum eða svefntruflunum vegna umhverfisáhrifa eða streitu. Hafa má áhrif á slíkt<br />

svefnleysi með lyfjum, stjórnun áreita og andlegri meðferð, eins og hugleiðslu og slökun<br />

(Sailer og Wasner, 2002). Langtímasvefnleysi getur leitt til hnignunar á starfsemi tauga<br />

og hegðunarbreytinga og tengist þunglyndi, kvíða, lyfjamisnotkun, bílslysum, lélegri<br />

frammistöðu í vinnu og minni afkastagetu (Omalley, 2007).<br />

Skurðaðgerð felur í sér margvíslega hættu á svefntruflunum. Kvíði, óregla á<br />

svefni, ógleði, umhverfi og <strong>ekki</strong> síst verkir geta valdið svefnleysi. Tíðni svefnleysis eykst<br />

með aldri en samkvæmt rannsókn National Sleep Foundation árið 2003 fundu 48%<br />

fullorðinna Bandaríkjamanna (55-84 ára) fyrir því (Reeder o.fl., 2007). Hætta er á að<br />

eldri sjúklingar sofi enn verr eftir aðgerðir vegna sjúkdóma sem hrjá þá fyrir og vegna<br />

aukaverkana lyfja sem þeir eru vanir að taka. Í rannsókn Dogan og samstarfsmanna<br />

(2005) kom í ljós að svefn sjúklinga á legudeildum var verri en hjá samanburðarhópi<br />

sem í voru heilbrigðir einstaklingar. Rannsóknir (Gallagher o.fl., 2004; Kenefick, 2006)<br />

hafa sýnt að svefnerfiðleikar eftir aðgerð geta haldið áfram í einhvern tíma eftir útskrift.<br />

89<br />

88

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!