26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

183<br />

Útskriftaráætlun<br />

heimsókn hjúkrunarfræðings eftir útskrift af skurðdeild (Fallis og Scurrah, 2001). Þá<br />

væri mikill stuðningur fyrir sjúklinga sem og aðstandendur að hafa aðgang að viðurkenndu<br />

fræðsluefni á netinu. Því miður skortir verulega á að þetta sé til staðar og<br />

aðgengilegt fyrir alla hópa samfélagsins (Hassling o.fl., 2003).<br />

Í kerfisbundinni samantekt á 16 rannsóknum voru dregnar fram fræðsluþarfir<br />

skurðsjúklinga fyrir heimferð. Samnefnari yfir fræðsluþarfir þeirra var: Fræðsla<br />

um sárið, verkjameðferð, virkni, fylgjast með aukaverkunum, einkennaálag,<br />

útskilnaður og lífsgæði. Sárlega vantar rannsóknir um tengsl útskriftarfræðslu og<br />

sífellt eldri hópa samfélagsins, heilsulæsi/læsi og hópa sem eiga undir högg að sækja<br />

(Piper o.fl., 2006). Flestum heimildum okkar ber saman um að líta þurfi til þess að<br />

eldra fólk verður æ stærri hluti af sjúklingahópnum og meðal þeirra er oftar eitthvað<br />

sem hindrar eðlilegt útskriftarferli, þá aðallega vegna flókinnar sjúkdómssögu eða<br />

lítils félagslegs stuðnings heima (Kristín Björnsdóttir, 2005; Merriman, 2008; Piper<br />

o.fl., 2006). Það er á ábyrgð okkar hjúkrunarfræðinga að þekkja félagsleg úrræði sem<br />

standa skjólstæðingum okkar til boða, bæði á sjúkrahúsinu og eftir að heim er komið<br />

og virkja þau (Walker o.fl., 2007). Einnig þarf að rannsaka þátt aðstandenda betur. Í<br />

bók sinni Líkami og sál segir Kristín Björnsdóttir (2005) að ein mikilvægasta aðferðin<br />

til að draga úr kostnaði og hagræða innan heilbrigðiskerfisins sé að stytta legutíma og<br />

flytja umönnun skjólstæðinganna inn á heimilin. Ekki er að efa að í kjölfar kreppu í<br />

íslenska fjármálakerfinu sé þetta sá kostur sem helst verður horft til. Margar<br />

rannsóknir styðja þessa leið og þó oftast sé best fyrir sjúklinginn að dvelja á sínu<br />

heimili þá verður samt að hafa í huga að aukinn þáttur aðstandenda í umönnun<br />

getur leitt til álags, vanlíðan og félagslegra erfiðleika.<br />

Mikilvægt er að vera markviss við gerð útskriftaráætlana. Sett hafa verið fram<br />

10 ráð til hjúkrunarfræðinga svo markvisst sé unnið að útskrift skjólstæðingsins.<br />

Áhersluþættirnir samkvæmt tillögum Billings og Kowalski (2008) eru:<br />

• Meta þörf sjúklings á áframhaldandi þjónustu.<br />

• Fá samþykki sjúklings og/eða aðstandenda til að sækja um þjónustu og senda<br />

á milli upplýsingar ef þörf krefur.<br />

• Koma á tengslum við þá þjónustuaðila sem á þarf að halda eftir að heim er<br />

komið og senda upplýsingar ef þörf er á.<br />

• Kanna aðstæður heima, t.d. aðgengi fyrir hjólastól.<br />

• Bera saman leiðbeiningar frá ýmsum meðferðaraðilum og kynna fyrir<br />

sjúklingnum fyrir heimferð, s.s. um mataræði, virkni, hugsanlega fylgikvilla,<br />

lyfjameðferð, aukaverkanir lyfja, endurkomutíma, meðferð og hjálpartæki.<br />

• Byrja fræðslu um leið og sjúklingurinn og/eða aðstandandi er tilbúinn.<br />

• Afhenda skriflegar leiðbeiningar, nota stóra stafi og tungumál sem<br />

sjúklingurinn skilur.<br />

• Láta sjúkling fá tíma í endurkomu, skrá sjúklinga á símalista og áminningu um<br />

endurkomu.<br />

185<br />

184

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!