26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

51<br />

Hlutverk næringar í sáragræðslu<br />

Vökvi<br />

Sjúklingar með sár þurfa á nægilegum vökva að halda því hann virkar eins og leysir<br />

fyrir steinefni, vítamín og amínósýrur auk þess að flytja súrefni og næringarefni til<br />

fruma og úrgang frá þeim (Stefanski og Smith, 2006). Vökvatap getur leitt til<br />

hækkaðs blóðsykurs sem aftur seinkar græðslu sára. Vökvaþörf einstaklinga er á<br />

bilinu 2000-3000 ml. á dag og eykst hún við vökvatap, til dæmis í gegnum vessandi<br />

sár, niðurgang og fistla. Tryggja verður sjúklingum nægilegan vökva og því er<br />

mikilvægt að skrá vandlega vökvainntekt þeirra. Í töflu 1 eru nokkur minnisatriði<br />

fyrir gjöf vítamína, steinefna og vökva.<br />

Sáragræðsluferli<br />

Af framangreindu má ráða að líkaminn á erfitt með að vinna bug á sýkingum og<br />

sárum ef hann hefur <strong>ekki</strong> yfir að ráða nauðsynlegum næringarefnum, vítamínum,<br />

steinefnum og vökva. Ensím, bandvefur, vaxtarhormón og mótefni eru öll mynduð<br />

úr próteinum. Viðunandi blóðflæði og gegnumflæði til vefja er mikilvægt fyrir öll stig<br />

sáragræðslu til að tryggja nægilegan flutning súrefnis og næringarefna til sársins<br />

(Stefanski og Smith, 2006). Sáragræðsluferlið skiptist í 3 stig, bólgusvörun,<br />

nýgræðslustig og þekjun og hér verður fjallað um þau næringarefni sem líkaminn<br />

hefur mesta þörf fyrir á hverju stigi.<br />

• Bólgusvörunarstigið er fyrsta stig sáragræðslu og á sér stað í öllum sárum. Það<br />

byrjar strax og sár myndast og varir í allt að 6 daga. Á þessu stigi er blæðing<br />

stöðvuð með blóðstorknun og fíbrín myndar blóðkökk. Hvít blóðkorn verjast<br />

bakteríum í sárinu og átfrumur fjarlægja dauðan vef, blóðk<strong>ekki</strong> og bakteríur.<br />

Prótein og storkuþættir setjast í sárið. Hætta er á að þetta stig tefjist hjá<br />

sjúklingum sem hafa lágt albúmín í blóði og þeir þurfa á nægilegu magni<br />

próteina, orku, A-, C-og E-vítamína að halda, auk K-vítamíns til storknunar.<br />

• Nýgræðslustigið byrjar á þriðja til fjórða degi og stendur að jafnaði yfir í 2-3<br />

vikur. Á þessum tíma myndast nýjar háræðar sem stuðla að myndun<br />

græðsluvefs (granulation). Einfalt lag þekjuvefs (epithelium) myndar varnarhúð og<br />

burðagrind yfir sárið. Fíbróblastar mynda svo bandvef (collagen) og próteinmyndandi<br />

græðsluvef. Á þessu stigi er mikilvægt að fá nægilegt prótein auk<br />

þess sem þekjufrumur þurfa A-vítamín og fíbróblastar C-vítamín, járn og<br />

kopar.<br />

• Þekjustigið hefst í annarri til þriðju viku og getur varað í allt að 2 ár. Þetta stig<br />

einkennist af niðurbroti og uppbyggingu bandvefs og við þá uppbyggingu<br />

þarfnast líkaminn C-vítamíns, sinks, járns, próteina og orku (Stefanski og<br />

Smith, 2006; Leininger, 2002; Todorovic, 2002).<br />

Rannsóknir hafa sýnt að stjórnun efnaskipta, eins og blóðsykurstjórnun er ákaflega<br />

mikilvæg hjá sjúklingum og hægt er að sýna fram á lækkaða dánartíðni og<br />

53<br />

52

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!