26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

61<br />

Sigurbjörg Valsdóttir<br />

ÞRÝSTINGSSÁR<br />

Þrýstingssár er staðbundin skemmd vegna súrefnisskorts í mjúkum vef yfir beinum og<br />

gerist vegna utanaðkomandi þrýstings sem stendur í ákveðinn tíma (Padula o.fl., 2008).<br />

Algengustu staðir þrýstingssára eru spjaldhryggur, hælar, setbein, ökklar, olnbogar og<br />

lærhnútur (Vanderwee, Clark o.fl., 2007). Helstu orsakir slíkra sára eru þrýstingur sem<br />

<strong>ekki</strong> er létt á, tog og núningur. Myndun þeirra tengist beint þoli vefjarins fyrir þrýstingi,<br />

auk krafts hans og tímalengd. Þol vefjarins ræðst af innri og ytri þáttum. Innri þættir eru<br />

meðal annars hærri aldur, breytt skynjun, skert blóðrás, blóðleysi, sykursýki, vannæring,<br />

skert hreyfigeta, skurðaðgerð og þyngd. Dæmi um ytri þætti eru núningur, tog og raki<br />

(Padula o.fl., 2008). Þegar margir áhættuþættir leggjast saman eykst jafnframt hætta á<br />

myndun þrýstingssárs. Ein aðalforsenda þess, að slíkt sár nái að gróa, er að létta af<br />

þrýstingi (Vanderwee, Clark o.fl., 2007).<br />

Þrýstingssár hafa verið skilgreind og flokkuð á ólíkan hátt. Til að auðvelda<br />

samanburð hafa Evrópsku ráðgjafasamtökin um þrýstingssár (EPUAP) sett fram<br />

skilgreiningar á stigun þeirra (sjá töflu 1).<br />

Tafla 1. Stigun þrýstingssára<br />

1. stig Roðablettur sem hvítnar <strong>ekki</strong> þegar þrýst er á hann. Þetta er<br />

fyrsta merkið um vefjaskemmd vegna þrýstings eða togs. Það er<br />

talið vera afturkræft ef létt er á þrýstingnum eða toginu stuttu<br />

eftir myndun þess.<br />

2. stig Yfirborðssár sem nær inn í eða að leðurhúð og kemur fram sem<br />

fleiður eða blaðra.<br />

3. stig Sár með vefjaskemmd eða drepi sem nær niður í undirhúð að<br />

undir<strong>liggja</strong>ndi bandvefjarhimnu.<br />

4. stig Vefjaskemmd eða drep í vöðvum, beinum og að<strong>liggja</strong>ndi vefjum.<br />

Sárið getur verið til staðar án þess að húð sé rofin.<br />

Heimild: European Pressure Ulcer Advisoy Panel (e.d.-b). Pressure ulcer treatment guidelines.<br />

Tíðni þrýstingssára<br />

Tíðni þrýstingssára er víða notuð sem mælikvarði á gæði hjúkrunar. Tíðni þrýstingssára<br />

hjá sjúklingum sem dveljast á sjúkrahúsum er mismunandi milli landa, allt frá 10,1% til<br />

23,1% samkvæmt niðurstöðum rannsókna í fjórum löndum Evrópu og í Bandaríkjunum<br />

(Gunningberg, 2006). Þessar niðurstöður eru í samræmi við rannsókn<br />

Vanderwee o.fl. (2007) þar sem tíðni þrýstingssára í fimm Evrópulöndum var 18,1%. Á<br />

63<br />

62

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!