26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

78<br />

Kristrún Þóra Ríkharðsdóttir<br />

frumuskiptingu, bakteríuvöxtur minnkar og flutningur á óæskilegum efnum eykst úr<br />

sárinu (Gustafsson o.fl. 2007), en blóðflæði er grundvöllur þess að sáragræðslan eigi<br />

sér stað. Lengi var talið að gróandinn væri eins í bráðum og langvinnum sárum. Hins<br />

vegar hefur komið í ljós að langvinn sár eru oft föst í bólgu- og frumuskiptingarfasa<br />

og gróa því á annan hátt en bráð sár (Dowsett og Newton, 2005).<br />

Til að ná sem bestum árangri af meðferð með sárasugu þarf að meta sárið með<br />

tilliti til hreinsunar, útlits, sýkingar, stærðar, vessa, lyktar, sárabarma og húðar í<br />

kringum sár áður en meðferðin hefst (Wowden o.fl., 2007; Hess og Kirsner, 2003).<br />

Þegar hefja á meðferð með sárasugu þarf læknirinn, sem stýrir meðferð sjúklingsins,<br />

að samþykkja hana. Í töflu 1 eru talin upp atriði sem hafa ber í huga áður en meðferð<br />

með sárasugu hefst. Taflan er byggð á klínískum leiðbeiningum sem unnar voru<br />

af Kinetic Concepts Inc. (KCI) og eru að mestu byggðar á rannsóknum Louis<br />

Argenta og Michaels Morykwas sem áður hefur verið fjallað um.<br />

Ef meðferð með sárasugu á að skila tilætluðum árangri er mikilvægt að sáraskiptingar<br />

séu framkvæmdar samkvæmt þeim leiðbeiningum sem eru í notkun. Í<br />

töflu 2 er rakið hvernig sáraskipting fer fram eftir að meðferð er hafin og í töflu 3<br />

eru settar fram leiðbeiningar um notkun sárasugu hjá einstaklingum með þrýstings-,<br />

fóta- og sykursýkissár, sýkt sár og sár eftir húðágræðslu.<br />

Tafla 1. Atriði sem hafa skal í huga í upphafi sárasugumeðferðar<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

Gefa verkjalyf samkvæmt fyrirmælum 15-30 mínútum fyrir uppsetningu meðferðar.<br />

Taka mynd af sárinu til samanburðar.<br />

Skipta á sári með hreinni aðferð en með sterílli aðferð ef sár er opið inn í bein, sinar eða fistla.<br />

Hreinsa sárið vel, taka dauðan vef og harðar skánir. Óhreint sár er uppspretta bakteríuvaxtar<br />

sem heftir sárgræðslu.<br />

Taka blóðprufur: blóðhag, elektrólíta, S-CRP og blæðingapróf.<br />

Þvo eða bleyta sárið með saltvatni, vökvi skal vera 32º-36ºC.<br />

Þerra húð umhverfis sárið vel. Setja húðvernd á húð í kringum sárið ef húð er viðkvæm eða<br />

með fleiðri, setja filmu eða hydrocolloid-köku á húð.<br />

Meta hvort nota eigi svarta eða hvíta svampinn eftir gerð sársins samkvæmt klínískum<br />

leiðbeiningum um sárasugumeðferð.<br />

Sníða svampinn nákvæmlega ofan í sárið, passa að klippa <strong>ekki</strong> nálægt sárinu þannig að<br />

afklippur af svampinum fari <strong>ekki</strong> ofan í það.<br />

<br />

<br />

<br />

Ef sárið er stærra og dýpra en stærsti svampurinn má nota fleiri svampa. Passa að þeir falli vel<br />

saman. Mikilvægt er að svampurinn nái niður þar sem sárið er dýpst.<br />

Teikna stærð svampsins/sársins á blað eða filmu og setja í sjúkraskrá sjúklings.<br />

Hafa filmuna 3-5 cm stærri en sárið, leggja hana laust yfir svampinn.<br />

80<br />

79

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!