26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

213<br />

Símaeftirfylgd eftir hjartaskurðaðgerð<br />

VEITT MEÐFERÐ<br />

Hringt var í fimm hjartaskurðsjúklinga, þrjá karla og tvær konur, á aldrinum 50 til 72<br />

ára. Við val á spurningum og tímasetningu símtalsins voru hafðar til hliðsjónar<br />

niðurstöður rannsókna á símaeftirfylgd við þennan sjúklingahóp. Símtölin fóru fram<br />

á 7.-14. degi eftir útskrift og tók hvert símtal 15 til 40 mínútur. Meðferð greinarhöfunds<br />

fólst meðal annars í að fara yfir bataferilinn og hvað teldist eðlilegt miðað<br />

við aðstæður, gefa ráð varðandi hreyfingu, bjúgsöfnun, verkjastillingu, hægðatregðu<br />

og eftirlit með sáragræðslu og veita andlegan stuðning. Spurt var um eftirfarandi<br />

einkenni eða líðan: verki, skurðsár, bjúg á fótum og notkun teygjusokka, hreyfingu<br />

og endurhæfingu, andlega líðan, svefn, andþyngsli, ógleði og lystarleysi og<br />

hægðatregðu. Einnig var spurt hvort viðkomandi hefði þurft að leita til heilbrigðisþjónustunnar<br />

eftir útskrift, hvort hann teldi sig hafa fengið fullnægjandi útskriftarfræðslu<br />

og ef <strong>ekki</strong>, hvað hefði vantað upp á hana. Að lokum var spurt hvort<br />

viðkomandi teldi gagnlegt að fá símtal frá hjúkrunarfræðingi eftir útskrift.<br />

Í töflu 1 má sjá yfirlit yfir þau einkenni sem sjúklingar höfðu einni til tveimur<br />

vikum eftir útskrift. Allir notuðu verkjalyf á þeim tíma sem hringt var í þá en<br />

misjafnt var hvort sú verkjastilling var fullnægjandi.<br />

Tafla 1. Einkenni hjartaskurðsjúklinga og þörf fyrir ráðgjöf, einni til tveimur<br />

vikum eftir útskrift<br />

Sjúklingur<br />

1 2 3 4 5<br />

Verkir Nei Já Nei Já Nei<br />

Verkjalyf Já Já Já Já Já<br />

Sár og sárameðferð Já Nei Nei Nei Nei<br />

Bjúgur á fótum Já Já Já Já Já<br />

Ráðgjöf um hreyfingu Nei Já Já Já Já<br />

Kvíði/depurð Nei Já Nei Nei Já<br />

Svefnlyfjanotkun Já Já Nei Nei Nei<br />

Svefnvandamál Nei Nei Nei Nei Nei<br />

Andþyngsli Nei Nei Nei Nei Nei<br />

Hægðatregða Nei Já Já Nei Nei<br />

Ógleði/ lystarleysi Nei Nei Nei Já Nei<br />

Leitað til heilbrigðisþjónustu Nei Nei Já Nei Nei<br />

Útskriftarfræðsla nægileg Já Já Já Já Já<br />

Símaeftirfylgd gagnleg Já Já Já Já Já<br />

215<br />

214

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!