26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

44<br />

Díana Dröfn Heiðarsdóttir<br />

ástand þeirra sem eru í áhættu með leiðbeiningum og fræðslu. Einnig mætti í bréfinu<br />

láta sjúklinga vita um mikilvægi góðrar næringar fyrir aðgerð fyrir sárgræðslu og<br />

endurhæfingu eftir aðgerð. Gefa mætti upplýsingar um hvaða matar ætti helst að<br />

neyta, eins og próteinríkrar fæðu. Þannig gæti sjúklingur mögulega bætt næringu sína<br />

áður en til aðgerðar kemur. Meðan á sjúkrahúslegu stendur mætti meta þörf<br />

sjúklings fyrir áframhaldandi næringarfræðslu og hjálpa þeim sem gengur illa að<br />

nærast vel að finna leiðir til að nærast betur. Fyrir útskrift er á deildinni fræðslufundur<br />

fyrir sjúklinga og aðstandendur eftir aðgerð. Þar er komið inn á marga þætti<br />

svo sem sárgræðslu og sýkingarhættu og endurhæfingu eftir aðgerðina. Í þessari<br />

fræðslu er lítið talað um mataræði eða hugsanlegar breytingar á lífsstíl. Bæta mætti<br />

þessa fræðslu til dæmis með hópfræðslufundum frá næringarfræðingi sem og með<br />

að gera hjúkrunarfræðinga meðvitaðri um að veita upplýsingar um mataræði almennt<br />

í óformlegri fræðslu. Aldraðir eiga oft erfiðara með að nálgast gott fæði vegna<br />

slappleika og félagslegra aðstæðna. Því þarf að huga sérstaklega að þeirra sérþörfum<br />

eins og að panta heimsendan mat eftir útskrift.<br />

Það gæti verið mjög gott að koma á eftirfylgni með sjúklingum og hringja í<br />

þá einni til tveimur vikum eftir útskrift til að kanna líðan, næringarástand<br />

einstaklings, hvernig gangi að nærast og hvort hann hafi lést eða þyngst síðan hann lá<br />

á sjúkrahúsi. Göngudeildarþjónusta væri tilvalin til að fylgjast svona með sjúklingum<br />

fyrir og eftir aðgerð og gæti veitt þeim aukið öryggi með aðgerðarferlið.<br />

Rannsóknir sem vert væri að gera en eru stærra verkefni en hér var lagt upp<br />

með er að fylgjast nákvæmlega með mataræði sjúklinga á hjarta- og lungnaskurðdeild.<br />

Slíkt mætti gera með því að láta sjúkling fylla út matardagbók meðan á<br />

innlögn stendur eða með því að vigta matinn sem fer inn til sjúklings og svo aftur<br />

þegar maturinn kemur frá honum til að sjá hversu mikið af matnum hann hafi<br />

borðað. Einnig mætti skoða í blóðprufum albúmín og prealbúmín gildi í blóði. Gildi<br />

prealbúmins myndi þá segja til um hversu vel sjúklingur nærðist. Einnig væri vert að<br />

mæla LÞS fyrir aðgerð, þremur mánuðum og 12 mánuðum eftir aðgerð til að sjá<br />

hvort sjúklingar léttust eða þyngdust. Það gæti sagt til um hversu vel sjúklingar fara<br />

eftir leiðbeiningum um breytt mataræði. Slíkt er oft nauðsynlegt þar sem margir<br />

sjúklingar sem fara í kransæðahjáveituaðgerð eru of þungir og þurfa að breyta um<br />

lífsstíl en það myndi einnig segja til um hvort fólk léttist of mikið vegna lélegrar<br />

fæðuinntektar.<br />

LOKAORÐ<br />

Hér hefur verið fjallað um mikilvægi næringar eldra fólks á spítala sem fer í kransæðahjáveituaðgerð<br />

og hvaða hlutverki hjúkrunarfræðingar gegna í að meta, fylgjast<br />

með og meðhöndla vandamál við næringu sjúklinga. Ljóst er að mikilvægt er að<br />

huga að næringu sjúklinga á spítölum sérstaklega þeirra sem eldri eru því þeir eru í<br />

meiri áhættu á að vera vannærðir. Hjartasjúkdómar tengjast oft á tíðum lífsstíl fólks<br />

46<br />

45

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!