26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

209<br />

Símaeftirfylgd eftir hjartaskurðaðgerð<br />

þjálfun í að ráða í og bregðast við líkamlegum einkennum eins og mæði,<br />

andþyngslum eða einkennum um skurðsárasýkingu. Sjúklingafræðsla getur jafnframt<br />

falið í sér ráðgjöf varðandi ýmislegt annað, eins og verkjameðferð og notkun<br />

verkjalyfja, svefnleysi, hægðatregðu, breytt mataræði og líkamsþjálfun. Síðast en <strong>ekki</strong><br />

síst getur hún verið samtal við sjúklinginn um sjúkdómsástand hans og heilsufar, um<br />

hvernig hann tekst á við möguleg vandamál og fylgikvilla sem upp geta komið og<br />

hvernig honum tekst að ná eins góðri almennri líðan, að hans eigin mati, og<br />

mögulegt er. Vönduð útskriftarfræðsla getur þannig stuðlað að betri líðan, flýtt fyrir<br />

bata, stytt legutíma á sjúkrahúsum og dregið úr endurkomum inn í heilbrigðiskerfið<br />

(Henderson og Zernike, 2001; McMurray o.fl., 2007; Yoon o.fl., 2006).<br />

Yfirlit rannsókna á einkennum, líðan og þörfum sjúklinga fyrir fræðslu og stuðning eftir útskrift<br />

Mikið hefur verið rannsakað hvaða vandamál fólk glímir við eftir skurðaðgerðir. Hér<br />

verður fjallað um rannsóknir á einkennum, líðan og fræðsluþörfum hjartaskurðsjúklinga<br />

eftir útskrift, en niðurstöður íslenskra og erlendra rannsókna sýna að<br />

fólk glímir við margvíslega fylgikvilla eftir þær. Í þeim rannsóknum, sem hér <strong>liggja</strong> til<br />

grundvallar, var upplýsinga aflað með símtölum eða viðtölum við sjúklinga og<br />

aðstandendur eða með spurningalistum. Í sumum tilfellum var símtal við sjúklinga<br />

<strong>ekki</strong> aðeins aðferð til að afla upplýsinga heldur íhlutun í sjálfu sér (Hartford, 2005;<br />

Roebuck, 1999). Símaeftirfylgd og upplýsingasöfnun fór fram á ólíkum<br />

tímapunktum milli rannsókna, allt frá 1. degi eftir útskrift (Hartford, 2005) og að<br />

einu ári eftir útskrift (Theobald og McMurray, 2004). Við mat á andlegri líðan voru<br />

notuð matstæki eins og HADS-spurningalistinn (Hospital anxiety and depressive<br />

scale) og Becks-kvíðakvarði (Gallagher o.fl., 2004; Herdís Sveinsdóttir o.fl., 2007;<br />

Hartford, 2005; Roebuck, 1999).<br />

Að gangast undir opna hjartaaðgerð getur verið mikið áfall fyrir einstaklinginn<br />

og fjölskyldu hans (Theobald og McMurray, 2004) og er það þekkt að andleg<br />

vanlíðan á borð við kvíða og depurð er meðal þeirra vandamála sem hjartaskurðsjúklingar<br />

glíma við eftir aðgerð (Gallagher o.fl., 2004; Goodman, 1997;<br />

Hartford o.fl., 2002; Herdís Sveinsdóttir o.fl., 2007). Í rannsókn Theobald og<br />

McMurray (2004) sagði nær helmingur hjartaskurðsjúklinga að aðgerðin hefði verið<br />

mikið áfall og aðlögun að þeim breytingum sem fylgdu í kjölfarið hefði reynst þeim<br />

erfið. Aðlögun eftir hana reyndist þeim erfið og þeir fundu miklar breytingar í<br />

kjölfarið. Breytingar á fjárhag ollu sjúklingum og aðstandendum áhyggjum og höfðu<br />

þeir áhyggjur af framtíðinni. Aðstandendur fundu fyrir kvíða og spennu vegna nauðsynlegrar<br />

aðlögunar sem þeir þurftu að ganga í gegnum vegna breyttra aðstæðna.<br />

Skoðað hefur verið hvort símaeftirfylgd dragi úr þunglyndis- og kvíðaeinkennum<br />

hjartaskurðsjúklinga á fyrstu vikum eftir útskrift og eru rannsakendur <strong>ekki</strong> á einu<br />

máli um gagnsemi þessarar meðferðar. Í rannsókn Roebuck (1999) hringdi<br />

hjúkrunarfræðingur tvisvar í hjartaskurðsjúklinga eftir útskrift, á 7. og 21. degi,<br />

umfram venjubundna útskriftarfræðslu. HADS-spurningalistinn var lagður fyrir<br />

þátttakendur þremur og fimm vikum eftir útskrift. Ekki virtist hafa dregið meira úr<br />

211<br />

210

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!