26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

207<br />

STEINUNN ARNA ÞORSTEINSDÓTTIR<br />

Sjúklingafræðsla: símaeftirfylgd eftir hjartaskurðaðgerð<br />

INNGANGUR<br />

Hröð þróun hefur orðið í heilbrigðisþjónustu síðustu áratugina og með aukinni<br />

þ<strong>ekki</strong>ngu, tækniframförum og nýjum lyfjum er nú hægt að framkvæma flóknari<br />

aðgerðir en áður og hjálpa veikari sjúklingum. Samhliða þessum miklu breytingum<br />

hefur hraðinn í heilbrigðiskerfinu aukist, legutími á sjúkrahúsum orðið styttri og<br />

sjúklingar útskrifast mun fyrr en áður. Því er mikilvægt að standa vel að málum<br />

varðandi útskrift sjúklinga af sjúkrahúsi. Í núverandi árferði í þjóðfélaginu hefur<br />

krafan um hagkvæmni og sparnað í heilbrigðiskerfinu jafnframt aukist og þarf því að<br />

leita leiða til að verða við þeim kröfum. Fræðsla til sjúklinga hefur alltaf verið hluti af<br />

störfum hjúkrunarfræðinga og áður hjúkrunarkvenna og gegnt margvíslegu hlutverki<br />

í aldanna rás. Síðustu áratugi hefur sjúklingafræðslu sem meðferðarformi verið<br />

gefinn meiri gaumur. Hugmyndafræði hennar, tilgangur og framkvæmd hefur þó<br />

talsvert verið að breytast. Nú er lögð meiri áherslu á þátttöku og ábyrgð sjúklinga á<br />

eigin heilsu og meðferð og með styttri legutíma er mikilvægi sjúklingafræðslu<br />

ótvírætt í þeim tilgangi að bæta árangur meðferðar, minnka líkur á endurinnlögnum,<br />

auka batahorfur og bæta líðan sjúklings. Á Íslandi og erlendis hefur smám saman<br />

verið viðurkennt að sjúklingafræðsla er hluti af réttindum sjúklings og sett hafa verið<br />

ákvæði um fræðslu til sjúklinga í lög (Redman, 2004; Webber, 1990). Í íslenskum<br />

lögum um réttindi sjúklinga nr. 74/1997 kemur fram að sjúklingur eigi rétt á<br />

upplýsingum um eigið heilsufar, þar á meðal upplýsingum um ástand, batahorfur og<br />

meðferð. Það er hins vegar hlutverk heilbrigðisstarfsmanns að vega og meta hvenær<br />

sjúklingurinn er tilbúinn til að fá upplýsingarnar og skapa heppilegar aðstæður til að<br />

miðla þeim (Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 2000).<br />

Tilgangur þessa verkefnis var tvíþættur, annars vegar að skoða fræðsluþarfir<br />

hjartaskurðsjúklinga eftir útskrift og hins vegar að kanna hvort eftirfylgd hjúkrunarfræðings<br />

með símtölum sé gagnleg aðferð til að bæta sjúklingafræðslu og veita<br />

stuðning eftir útskrift. Markmiðið er að fá yfirlit yfir þarfir sjúklingahópsins fyrir<br />

fræðslu og hvort þeim sé nægilega sinnt eins og sakir standa. Rannsóknaniðurstöður<br />

benda til þess að þessi sjúklingahópur hafi þörf fyrir eftirfylgd eftir<br />

útskrift þar sem hann glímir við margvísleg vandamál um langa hríð (Gallagher o.fl.,<br />

2004; Hartford, 2005; Henderson og Zernike, 2001; Johnson, 2000; Savage og Grap,<br />

1999; Theobald og McMurray, 2004).<br />

209<br />

208

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!