26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

139<br />

Sigfríður Héðinsdóttir<br />

hjúkrunarfræðings og sjúklings, auðveldar endurmat meðferðar og treystir tengsl<br />

(Hader og Guy, 2004). Einnig eru notaðir margvíslegir verkjakvarðar til að meta<br />

verkjastyrk (Brown, 2004). Má þar nefna kvarða með orðum sem lýsa verk allt frá<br />

engum að mjög miklum. VAS-kvarðinn (e. visual analog scale) er tölulaus kvarði sem<br />

nær frá engum verk að versta verk sem hægt er að hugsa sér. Þegar sjúklingur hefur<br />

metið verki á kvarðanum er staðsetningin metin í tölum, frá 0-10. Þá er einnig til<br />

talnakvarði frá 0 sem er enginn verkur og að 10 sem er þá versti verkur sem einstaklingur<br />

getur hugsað sér. Að lokum má nefna svokallaðan andlitskvarða þar sem<br />

sjúklingur metur verk með því að benda á mismunandi andlit sem lýsa sársauka<br />

(Mackintosh, 2007). Hjá sjúklingum sem <strong>ekki</strong> geta tjáð sig eða eru vitsmunalega<br />

skertir, má svo meta verk út frá hegðun. Getur það verið óyrt hegðun, hljóð, svipbrigði<br />

eða breytingar á venjulegu atferli (Prowse, 2007). Verkjalýsing með orðum er<br />

álitin vera ein heppilegasta matsaðferð verkja (Bergh o.fl., 2005) og tiltekið orðalag<br />

sjúklingsins er best að nota áfram í verkjamati og meðferð (Ardery o.fl., 2003). Það<br />

er þó sama hvaða matstæki er notað, öll krefjast þau þess að hjúkrunarfræðingar og<br />

sjúklingar stefni að sömu markmiðum með verkjameðferðinni og þau þarf að nota<br />

samviskusamlega (Brown, 2004).<br />

Aldraðir finna <strong>ekki</strong> minna til heldur en yngra fólk en þó eru nokkrir aldurstengdir<br />

lífeðlisfræðilegir og lyfjafræðilegir þættir sem eru mikilvægir við bráðaverkjameðferð<br />

þeirra. Taka þarf tillit til lífaldurs, líffræðilegs aldurs að því er lýtur að nýrnaog<br />

hjartastarfsemi, sjúkdómum og lyfjanotkun sjúklings. Sérstaklega þarf að gefa<br />

gaum að minnkuðu útfalli hjartans, minnkuðum vöðvamassa, aukinni líkamsfitu,<br />

minnkuðu hlutfalli og breyttu rúmmáli plasmapróteina, minnkaðri lifrar- og nýrnastarfsemi,<br />

minnkuðu blóðflæði um heilann og heilarýrnun. Minnkað útfall hjartans<br />

veldur því að lyf sem gefin eru í æð, svo sem ópíöt, ná hærri hámarksstyrk. Aldraðir<br />

þurfa því minni skammta og þá ætti að gefa hægt. Eftir skurðaðgerðir geta lífeðlisfræðilegar<br />

breytingar öldrunar orðið enn flóknari vegna annarra lyfja sem gefin eru<br />

samhliða. Huga þarf að margþættri lyfjanotkun og samspili hennar og verkjalyfja<br />

vegna hugsanlegra milliverkana (Prowse, 2007). Nákvæmt eftirlit á áhrifum og<br />

aukaverkunum verkjalyfja skiptir einnig miklu máli í verkjameðferðinni vegna breytinga<br />

á vöðvamassa og líkamsfitu sem hafa áhrif á lyfjadreifingu og útskilnað lyfjanna.<br />

Breytingar á heilanum hafa jafnframt áhrif á svörun ópíata og dreifingu lyfja í<br />

miðtaugakerfinu (Prowse, 2007). Því er mælt með reglulegu eftirliti með völdu matstæki<br />

á að minnsta kosti 2 til 4 klukkustunda fresti. Ef verkur er mildur eða honum<br />

vel stjórnað er nóg að meta á 8 klukkustunda fresti. Verk og hegðun án orða ætti að<br />

meta við hreyfingu eða við umönnun og mikilvægt er að skrá niðurstöður<br />

verkjamats og meðferðarupplýsingar. Ef verkjameðferð er <strong>ekki</strong> nægjanleg skyldi<br />

endurskoða áætlunina (Ardery o.fl., 2003).<br />

Lyfjameðferð<br />

Til grundvallar verkjameðferð eftir skurðaðgerð liggur hinn svokallaði verkjalyfjastigi<br />

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem í upphafi var útbúinn til verkja-<br />

141<br />

140

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!