26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

117<br />

Marta Kristjana Pétursdóttir<br />

drægi marktækt úr vanlíðan á tölulegum matskvörðum veitti fræðslan samt sem áður<br />

sjúklingunum að einhverju leyti öryggi og betri líðan og bjó þá betur undir að takast<br />

á við það sem í vændum var. Það hjálpar sjúklingum að takast á við drentökuna að<br />

vita við hverju megi búast og að ekkert sé óeðlilegt við að finna dálítið til<br />

(Mimnaugh o.fl., 1999).<br />

Á brjóstholsskurðlækningadeildinni á Landspítala er notuð fjölþætt verkjameðferð<br />

við drentöku úr brjóstholi þar sem verkjalyfjameðferð ásamt fræðslu og kennslu<br />

ákveðinnar öndunartækni er notuð. Einnig er sjúklingi hjálpað til að slaka á með<br />

QRT-slökunartækni. Þetta er gert til að róa og undirbúa hann sem best andlega.<br />

HJÚKRUNARMEÐFERÐ<br />

Vegna ónógrar verkjastillingar við drentöku úr brjóstholi þrátt fyrir fjölþætta<br />

verkjameðferð fór höfundur að skoða leiðir til að bæta verkjameðferðina. Við nánari<br />

athugun reyndust verkirnir tengjast sársauka í húð frekar en inni í brjóstholi.<br />

Sársaukinn kom þegar drenslöngurnar nudduðust við sárabarma þegar þær voru<br />

dregnar út en einnig þegar togað var í sauma til að loka sárinu. Þar sem rannsóknir<br />

hafa bent til þess að staðdeyfing á húð með kremi sé árangursrík, auðveld, hættulítil<br />

og fremur ódýr varð hún því fyrir valinu sem viðbót við hefðbundna meðferð.<br />

Aukaverkanir ópíóða eru mun meiri og alvarlegri en aukaverkanir staðdeyfikrems og<br />

því ákjósanlegt að geta minnkað hættu á öndunarslævandi aukaverkunum ópíata<br />

með notkun staðdeyfilyfja samhliða.<br />

Hefðbundin verkjalyfjameðferð, sem báðir hóparnir fengu, fólst í ópíatlyfi ásamt<br />

parasetamóli um munn sem er föst grunnlyfjameðferð, að auki fengu allir sjúklingarnir<br />

2 til 6 mg Ketogan® eða morfín í æð um hálfri klukkustund fyrir drentöku.<br />

Skammtastærð var misjöfn eftir því hvaða sjúkling var um að ræða og hvaða læknir<br />

gaf fyrirmælin.<br />

Framkvæmd samanburðarmeðferðar<br />

Athugunin er í tveimur hlutum. Í fyrri hlutanum voru sex sjúklingar á aldrinum 56 til<br />

73 ára skoðaðir, fjórir karlar og tvær konur sem öll höfðu gengist undir opna hjartaaðgerð.<br />

Þeim var svo skipt í tvo hópa þar sem tveir karlar og ein kona voru í<br />

hvorum hóp. Hópur 1 fékk hefðbundinn undirbúning fyrir drentöku. Hópur 2 fékk<br />

sömu meðferð auk EMLA®-krems, 5g á hvern drenstað, einni klukkustund fyrir<br />

drentöku. EMLA®-kremið var sett á sárið, í kringum drenslönguna og umbúðir<br />

límdar yfir. Samkvæmt Sérlyfjaskrá skal kremið <strong>liggja</strong> á húð sjúklings í minnst eina<br />

klukkustund og mest fimm klukkustundir. Í erlendu rannsóknunum, sem vitnað<br />

hefur verið í hér að framan var venjulega beðið í þrjár klukkustundir og þá varð<br />

verkjastilling góð, hins vegar þótti starfsfólki þetta of löng bið. Það var því freistandi<br />

að reyna á minnstu mögulegu tímamörk sem er ein klukkustund samkvæmt Sérlyfjaskrá<br />

(Lyfjastofnun, e.d.). Í seinni hluta athugunarinnar var þriðja hópnum bætt við<br />

sem í voru þrír hjartaskurðsjúklingar, karlmenn á aldrinum 64 til 72 ára. Þeir fengu<br />

119<br />

118

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!