26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

14<br />

Brynja Ingadóttir, Katrín Blöndal, Herdís Sveinsdóttir<br />

umhverfi umönnunar. Það sem styður og gerir framfarir mögulegar er fagfólk sem<br />

helgar sig því að vinna að breytingum í kerfisbundnu, nákvæmu, stöðugu og eflandi ferli<br />

sem endurspeglar sjónarmið þeirra sem þjónustuna þiggja“ (Garbett og McCormack,<br />

2002).<br />

Skilgreiningin endurspeglar að þróun starfshátta sé hugmyndafræði jafnt sem<br />

kerfisbundin nálgun til breytinga innan hjúkrunar, og þverfaglega, í þeim tilgangi að<br />

veita einstaklingsmiðaða umönnun sem mætir þörfum sjúklinga, fjölskyldna og<br />

starfsfólks. Einstaklingsmiðuð þjónusta snýst um að virða og koma fram við hverja<br />

manneskju sem einstaka, virða rétt hennar og styðja við reisn hennar, sjálfstæði og<br />

sjálfsvirðingu (McCormack o.fl., 2009). Gengið er út frá þeim raunveruleika að hjúkrun<br />

sé fyrst og fremst starfsgrein sem byggð er á akademískum grunni og hugmyndafræði,<br />

en sem eigi upphaf sitt í raunveruleika starfsins. Hreyfingin um þróun starfshátta beinir<br />

sjónarhorni sínu ávallt að starfvettvangnum. Hún byggir á ‘critical theory’ sem í einfaldri<br />

mynd felur í sér að skoða samspil og áhrif umhverfis og samfélags á manneskjuna,<br />

aðstæður manneskjunnar, umhverfi sem hún hrærist í og hugsun hennar. Lykilhugtök<br />

hreyfingarinnar um þróun starfshátta eru gagnreynd þ<strong>ekki</strong>ng, einstaklingsmiðuð<br />

umönnun, hvatning (e. facilitation) og samhengi (e. context). Hér felur samhengi í sér það<br />

umhverfi og þá menningu sem störf okkar eru skipulögð og unnin í. Þannig fer<br />

uppbygging starfsins fram í grasrótinni, ‘á gólfinu’ sem næst sjúklingunum og þeim sem<br />

þá annast.<br />

Tilgangurinn með því að þróa starfshætti er að bæta þjónustu og umönnun<br />

sjúklinga, <strong>ekki</strong> síst reynslu þeirra af umönnun. Þetta er gert með því að byggja upp<br />

árangursríkt starfsumhverfi og menningu, vinna kerfisbundið og stöðugt að úrbótum,<br />

t.d. með gerð vinnuferla sem eru einstaklingsmiðaðir og festir eru í sessi (McCormack<br />

o.fl. 2009). Mikil áhersla er lögð á hlutverk hvatamanna (e. facilitators), en þeir eru fagfólk<br />

sem styður og greiðir götu breytinga. Mikilvægt og nauðsynlegt er að um skilgreint,<br />

sýnilegt hlutverk sé að ræða þannig að hvatinn komi <strong>ekki</strong> frá hugsjónaríkum einstaklingi<br />

og að framfarirnar standi og falli með þeim einstaklingi heldur séu þær innbyggðar í<br />

starfsemi stofnana. Hlutverk hvatamanna er að styðja starfsmenn til að bæta þ<strong>ekki</strong>ngu<br />

sína og færni og breyta umhverfi sínu, vinnustaðnum, í þeim tilgangi að veita<br />

sjúklingamiðaða þjónustu byggða á gagnreyndri þ<strong>ekki</strong>ngu og sem veitt er í umhverfi eða<br />

á vinnustað sem einkennist af árangri og starfsmönnum sem blómstra í starfi sínu.<br />

Innleiðing gagnreyndrar þ<strong>ekki</strong>ngar í störf hjúkrunarfræðinga<br />

Þ<strong>ekki</strong>ng sem liggur til grundvallar í hjúkrun er margvísleg, hún fæst úr rannsóknum, úr<br />

klínískri reynslu og frá sjúklingunum sjálfum og aðstandendum þeirra. Hreyfing um<br />

þróun starfshátta viðurkennir mikilvægi þessara þriggja brunna þ<strong>ekki</strong>ngar og unnið er<br />

16<br />

15

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!