26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

208<br />

Steinunn Arna Þorsteinsdóttir<br />

Aðferð<br />

Leit að rannsóknargreinum fór fram í þremur gagnagrunnum á vefnum, PubMed,<br />

Scopus og Cinahl. Allar leitir voru takmarkaðar við greinar á ensku og leit í<br />

hjúkrunartímaritum. Leitarorðin voru heart surgery, discharge information, follow up,<br />

informational needs, patient education og telephone. Fimm hjartaskurðsjúklingum, sem<br />

útskrifuðust af brjóstholsskurðdeild á vormánuðum 2009, var fylgt eftir með<br />

síðamviðtali eftir útskrift. Þátttakendur voru valdir af handahófi en miðað var við að<br />

greinarhöfundur hefði hjúkrað viðkomandi sjúklingi í sjúkrahúslegunni. Fyrir útskrift<br />

var sjúklingum boðin símaeftirfylgd og var hringt í þá 7 til 14 dögum eftir heimferð.<br />

SJÚKLINGAFRÆÐSLA<br />

Sjúklingafræðsla hefur verið í mikilli þróun síðustu þrjá áratugina. Núna hefur sjúklingafræðsla<br />

það meginmarkmið að styðja einstaklinginn til sjálfstæðrar og upplýstrar<br />

ákvarðanatöku um eigin meðferð og lífsstíl. Lögð er áhersla á að einstaklingurinn<br />

beri ábyrgð á sjálfum sér og heilsu sinni og er forræðishyggjan á undanhaldi. Sagt<br />

hefur verið að heilbrigðisþjónustan hafi gengið í gegnum nokkrar byltingar, sú fyrsta<br />

(á áttunda áratugnum) einkenndist af niðurskurði útgjalda, önnur lagði áherslu á<br />

gagnreynd vinnubrögð, gæðastjórnun og áhættustýringu til að tryggja að þjónustan<br />

væri örugg fyrir sjúklinga. Sú þriðja er sögð vera sjálfsefling (personal empowerment)<br />

og byggist hún á því að leggja ábyrgð á heilsu í hendur einstaklinganna sjálfra af<br />

ástæðum sem hvort tveggja eru hugmyndafræðilegar og hagkvæmar (Neuhauser,<br />

2003). Sjálfsefling felur í sér að auka hæfni einstaklinga og fjölskyldna þeirra til sjálfsumönnunar,<br />

sjálfstæðrar ákvarðanatöku og lausn vandamála (Leino-Kilpi o.fl.,<br />

1998).<br />

Tilgangur og markmið sjúklingafræðslu<br />

Sjúklingafræðsla hefur verið skilgreind sem skipulagt nám sem felst í kennslu, ráðgjöf<br />

og aðstoð við breytingar á lifnaðarháttum (Phillips, 1999). Sjúklingafræðsla er<br />

margþætt og getur falið í sér upplýsingagjöf um heilsufar (health information),<br />

heilbrigðisfræðslu (health education) og heilsueflingu (health promotion) (Webber, 1990).<br />

Sjúklingafræðsla hefur það markmið að auka þ<strong>ekki</strong>ngu og hæfni einstaklingsins til að<br />

taka upplýstar ákvarðanir um eigin lifnaðarhætti og meðferð og öðlast öryggi í eigin<br />

umönnun (Henderson og Zernike, 2001; Phillips, 1999). Hún felur í sér mat,<br />

markmið og nýtingu úrræða. Sjúklingafræðslu er ætlað að auka þátttöku sjúklings í<br />

eigin meðferð og hún stuðlar að virkum samskiptum milli sjúklings og heilbrigðisstarfsfólks<br />

(Phillips, 1999). Með styttri legutíma inni á sjúkrahúsi hefur jafnframt<br />

dregið úr tíma til að veita sjúklingi fræðslu og þjálfa upp nauðsynlega færni, en í raun<br />

hefur þörfin fyrir vandaða fræðslu og stuðning við útskrift vaxið því sjúklingar fara<br />

fyrr heim og eru veikari en áður (McMurray o.fl., 2007). Fræðslan getur falið í sér<br />

þjálfun í ákveðinni færni eða framkvæmd verka, eins og að skipta um umbúðir á<br />

skurðsári eða þreifa eftir púlsi og meta hann. Hún getur einnig falið í sér fræðslu og<br />

210<br />

209

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!