26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

152<br />

Vigdís Friðriksdóttir<br />

Verkirnir voru metnir í hvíld, við hreyfingu eða stuttu eftir hreyfingu. Hjá<br />

börnunum, sem voru í einhvers konar bæklunaraðgerð (barn 1, 2 og 3), voru<br />

verkirnir mestir við hreyfingu eða stuttu eftir hreyfingu eða á bilinu 7 til 9. En um 30<br />

til 45 mínútum síðar mátu þau öll verkina innan við 5 og voru sum þeirra þá búin<br />

að fá verkjalyf. Yfirleitt gekk mjög vel að biðja þessi þrjú börn að meta verkina á<br />

VAS. Fram kom í eitt skiptið hjá einu barninu að það var <strong>ekki</strong> tilbúið að meta<br />

verkina á VAS, því fannst bara nóg að segja að það væri með verki og að nota VASkvarðann<br />

væri óþarfi.<br />

Tafla 1. Mat barna á verkjum samkvæmt VAS fyrsta daginn eftir aðgerð.<br />

VAS<br />

lægsta mat<br />

VAS<br />

Hæsta mat<br />

Meðaltal<br />

yfir daginn<br />

Svaf barnið<br />

alla nóttina?<br />

Dagur 1<br />

Barn1<br />

Kk., 14 ára 2 8 5 Nei<br />

Barn 2<br />

Kvk., 13 ára 4 9 6 Nei<br />

Barn 3<br />

Kk., 12 ára 2 7 4 Nei<br />

Barn 4<br />

Kvk., 10 ára 1 5 3 Já<br />

Barn 5<br />

Kvk., 5 ára 3 5 3 Já<br />

Hjá barni fjögur gekk vel að nota VAS-kvarðann, það var alltaf tilbúið til þess og<br />

virtist oft hafa gaman af því. Svo virðist, sem barn númer 5, væri heldur ungt til þess<br />

að meta verkina á VAS. Það átti oft erfitt með að tjá sig um verkina og staðsetja þá á<br />

VAS-kvarðanum. Einnig sýndi atferli barnsins að það virtist <strong>ekki</strong> meta verkina rétt,<br />

þannig var barnið kátt, rólegt og náði að einbeita sér að verkefni en mat verkina 6 á<br />

VAS-kvarðanum en þegar horft var á barnið virtist það verkjalaust.<br />

Eitt af markmiðunum var að börnin næðu ótrufluðum svefni að nóttu til en<br />

það náðist <strong>ekki</strong> hjá þremur börnum af fimm þessar fyrstu tvær nætur á sjúkrahúsinu.<br />

Börnin þrjú, sem <strong>ekki</strong> náðu ótrufluðum svefni, höfðu þó öll fengið verkjalyf fyrir<br />

nóttina. Þrátt fyrir það vöknuðu börn 2 og 3 með verki fyrstu nóttina en sofnuðu<br />

fljótlega aftur eftir verkjalyfjagjöf og sváfu til morguns. Seinni nóttina var barn 2<br />

með ógleði fyrri part nætur og vakti vegna þess en svaf seinni part nætur. Barn 3<br />

vaknaði með verki en sofnaði aftur eftir verkjalyfjagjöf seinni nóttina. Barn 1<br />

vaknaði báðar næturnar og átti erfitt með að finna sér góða stellingu til að sofa í og<br />

þurfti hjálp við að snúa sér í rúminu fyrstu næturnar. Barnið vaknaði tvisvar báðar<br />

næturnar til að fá slíka hjálp. Börn 4 og 5 sváfu báðar næturnar en þau höfðu einnig<br />

fengið verkjalyf fyrir nóttina.<br />

154<br />

153

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!