26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

124<br />

Guðrún Svava Guðjónsdóttir<br />

annars vegar með talnakvarða, eins og hjúkrunarfræðingum er tamt að nota og hins<br />

vegar með verkjamatstæki þar sem fylgst er með hegðun sjúklings, en það hefur almennt<br />

<strong>ekki</strong> verið gert á bráðadeildum hérlendis.<br />

ALDRAÐIR OG VERKIR<br />

Samkvæmt fræðilegum yfirlitum er mat á verkjum aldraðra og meðferð oft ábótavant<br />

og fá sjúklingar eldri en 65 ára minna af verkjalyfjum en þeir sem yngri eru,<br />

þrátt fyrir að vera með jafnsterka verki. Þá fá sjúklingar með vitræna skerðingu<br />

minna af verkjalyfjum en þeir sem fulla vitræna getu hafa (Brown, 2004; Prowse,<br />

2007). Ákveðin viðhorf geta hindrað verkjamat, svo sem sú sannfæring að aldraðir<br />

skynji minni verki en þeir sem yngri eru. Slík viðhorf geta verið hvort sem er hjá<br />

sjúklingum, ættingjum eða heilbrigðisstarfsfólki. Aldraðir, sem telja verki vera eðlilegan<br />

hluta þess að eldast, segja líka stundum síður frá verkjum heldur en þeir sem<br />

yngri eru (MacDonald og Hilton, 2001; Prowse, 2007). Margar rannsóknir benda til<br />

að eldra fólk hafi hærri verkjaþröskuld en yngra fólk en aðferðafræði þessara greina<br />

er oftast byggð á veikum grunni (Aubrun og Marmion, 2006). Eldra fólk er líklegra<br />

en þeir yngri til að glíma við langtímaveikindi þegar það er lagt inn á sjúkrahús til<br />

skurðaðgerðar og fylgikvillar eftir aðgerðir eru algengari hjá þeim (Prowse, 2007).<br />

Afleiðingar ómeðhöndlaðra verkja geta haft áhrif á ýmis líffærakerfi (Looi og<br />

Audisio, 2007) og virkjað streituviðbrögð sem auka vinnu hjarta og öndunarfæra en<br />

þau kerfi hafa iðulega þegar gefið eftir hjá öldruðum (McDonald og Hilton, 2001).<br />

Það að bíða eftir að verkir gangi yfir getur gert vandamálið verra og geta bráðaverkir<br />

að lokum þróast yfir í langvinna verki (Looi og Audisio, 2007) og haft slæm áhrif á<br />

langtíma lífsgæði eldra fólks (Prowse, 2007). Því er mikilvægt að gefa verkjum góðan<br />

gaum og meta verki roskinna sjúklinga á markvissan hátt.<br />

Verkjamat<br />

Þar sem <strong>ekki</strong> er til mælanlegt gildi fyrir verki, eins og t.d. fyrir blóðþrýsting, er eigin<br />

lýsing sjúklings á verkjum talin besta aðferðin við verkjamat (Brown, 2004). Annar<br />

kostur því til viðbótar eru verkjamatskvarðar (Brown, 2004; DeWaters o.fl., 2008).<br />

Algengustu verkjamatskvarðarnir, sem notaðir eru til að meta styrk verkja, eru:<br />

Sjónrænn kvarði (visual analog scale, VAS) er 10 sentímetra lína þar sem neðri<br />

mörkin eru enginn verkur og efri mörkin eru verkur eins slæmur og hann getur<br />

orðið. Sjúklingurinn merkir inn á línuna fjarlægðina sem er viðeigandi fyrir þá verki<br />

sem hann hefur. VAS getur bæði verið lárétt eða lóðrétt lína (Gagaliese o.fl., 2005).<br />

Talnakvarði (numerical rating scale, NRS) er lína merkt með tölum frá 0 upp í 10<br />

og stendur 0 fyrir engan verk og 10 fyrir verk eins slæman og sjúklingur getur<br />

ímyndað sér. Hann gefur síðan upp tölu sem lýsir verknum (Gagaliese o.fl., 2005).<br />

126<br />

125

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!