26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

101<br />

Ásta Júlía Björnsdóttir<br />

RANNSÓKNIR Á ÁHRIFUM NUDDS Á VERKI SJÚKLINGA EFTIR<br />

AÐGERÐ<br />

Í þessum kafla var ætlunin að kanna eingöngu rannsóknir um áhrif fóta- og<br />

handanudds á verki CABG-skurðsjúklinga. Þar sem leit skilaði litlum árangri var<br />

efnið víkkað út og leitað að greinum er tengdust áhrifum nudds á verki almennra<br />

skurðsjúklinga. Flestar rannsóknirnar, sem fundust um áhrif nudds á verki, tengjast<br />

krabbameinsverkjum en þær voru útilokaðar við þessa leit þar sem einblínt var á<br />

verki eftir aðgerð. Við heimildaleit voru einnig útilokaðar rannsóknir er tengdust<br />

svæða- og ilmolíunuddi. Leit að rannsóknum á áhrifum nudds á verki sjúklinga eftir<br />

aðgerð skilaði 6 rannsóknum og eru niðurstöður þeirra mjög misvísandi (sjá töflu 1).<br />

Nokkrar þeirra hafa sýnt að nudd geti minnkað verki skurðsjúklinga en flestar hafa<br />

marga ágalla, s.s. lítið úrtak (Mitchinson o.fl., 2007). Í ljósi þessa ákvað ég að athuga<br />

rannsóknir sem fjalla um áhrif nudds á verki eftir aðgerð og líðan, m.a. streitusvörun<br />

líkamans sem sést á breytingu á blóðþrýstingi, hjartslætti og öndun sjúklinga eftir<br />

aðgerð (sjá töflu 1).<br />

Í heild sýna niðurstöður rannsóknanna sem fjallað er um í töflu 1 að fóta- og<br />

handanudd geti minnkað verki og þjáningu og stuðlað að slökun. Þegar bornir voru<br />

saman sjúklingahópar, sem höfðu fengið nudd eftir aðgerð og þeir sem <strong>ekki</strong> höfðu<br />

fengið nudd, kom í ljós að nuddhóparnir voru með minni verki (Mitchinson o.fl.,<br />

2007; Nixon o.fl., 1997) og í annarri rannsókn kom fram að verkir minnkuðu hraðar<br />

eftir því sem leið frá aðgerð (Hulme o.fl., 1999). Marktæk minnkun varð á verkjum<br />

eftir fóta- og handanudd í rannsókn Wang og Keck (2004) og vísbendingar um<br />

minni verki eftir nudd komu fram í rannsókn Taylor o.fl. (2003).<br />

Í fimm rannsóknum var lengd nuddsins könnuð. Helstu niðurstöður voru að<br />

lengd nudds skiptir máli. Þannig kom í ljós að nudd í 12,6 mínútur eða meira er<br />

árangursríkara en styttra nudd (Nixon o.fl., 1997) en fleiri rannsóknir bentu til að<br />

nudd í meira en 20 mínútur væri enn árangursríkara (Hulme o.fl., 1999; Mitchinson<br />

o.fl., 2007; Wang og Keck, 2004). Lífeðlisfræðilegar vísbendingar um slökunaráhrif<br />

nuddsins voru misjafnar, mismiklar og <strong>ekki</strong> alltaf tölfræðilega marktækar. Streitulosandi<br />

áhrif nuddsins á blóðþrýsting komu fram í fjórum rannsóknum með<br />

marktækum hætti (Hayes og Cox, 1999; Kim o.fl., 2001; Taylor o.fl., 2003; Wang og<br />

Keck, 2004). Hægari hjartslátt mátti sjá í tveimur rannsóknum (Hayes og Cox, 1999;<br />

Kim o.fl., 2001) og vísbendingar þess efnis í tveimur öðrum (Hattan o.fl., 2002;<br />

Wang og Keck, 2004). Í þremur rannsóknum hægðist á öndun sjúklinga við nuddið<br />

(Hayes og Cox, 1999; Hattan o.fl., 2002; Wang og Keck, 2004) en þar af voru niðurstöður<br />

einungis tölfræðilega marktækar í einni (Hayes og Cox, 1999). Í einni<br />

rannsókn voru mæld áhrif nudds á súrefnismettun en engar breytingar urðu á súrefnismettun<br />

sjúklinga eftir nuddið (Hayes og Cox, 1999).<br />

Önnur áhrif, eins og óþægindi tengd verk (Mitchinson o.fl., 2007) og skynjuð<br />

þjáning, reyndust minni hjá þeim sem fengu nudd heldur en hjá þeim sem fengu<br />

103<br />

102

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!