26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

175<br />

Endursköpun á brjóstum<br />

fullyrðingu þeirra og virðist sem fleiri rannsókna sé þörf á þessu sviði. Einnig vantar<br />

fleiri rannsóknir um viðhorf einstæðra kvenna og ekkna um upplifun þeirra á<br />

kynhlutverki sínu (Pelusi, 2006).<br />

HLUTVERK HJÚKRUNARFRÆÐINGA Í AÐ VIÐHALDA JÁKVÆÐRI<br />

LÍKAMSÍMYND<br />

Flestar konur sem undirgangast brjóstauppbyggingu eru ánægðar með útkomu<br />

aðgerðarinnar. Þó eru einhverjar sem <strong>ekki</strong> eru sáttar og enn aðrar sem sjá eftir því að<br />

hafa farið í enduruppbyggingu. Upplifun kvenna á nýja brjóstinu er persónubundin sem<br />

og sátt við það. Sumar tala um að þeim finnist sem brjóstið sé <strong>ekki</strong> hluti af þeim sjálfum<br />

og þær vera með aðskotahlut í líkamanum. Þá tala einnig margar um að þær séu ósáttar<br />

við breytingu á líkama sínum eftir aðgerð og sumar ganga meira að segja svo langt að<br />

fara í aðra aðgerð til að láta snúa öllu ferlinu við, þ.e. að færa vöðvann aftur til baka þar<br />

sem hann upphaflega var og fjarlægja sílikonpúðann (Boehmer o.fl., 2007; Wolf, 2004).<br />

Segja má að brjóstauppbyggingaraðgerð sé fegrunaraðgerð í sjálfu sér. Nýja<br />

brjóstið er gert í þeim tilgangi að bæta útlit konunnar (Abu-Nab og Grunfeld, 2007;<br />

Fuller og Anderson, 2006). Í aðgerðinni er skorið á allar taugar og er því tilfinningin í<br />

nýja brjóstinu <strong>ekki</strong> sú sama og var í brjóstinu sem var fjarlægt. Reyndar er stundum um<br />

algert tilfinningarleysi að ræða og er það algengt umkvörtunarefni hjá konum (Boehmer<br />

o.fl., 2007; Wolf, 2004).<br />

Í tengslum við þetta verkefni var settur á fót óformlegur rýnihópur sem<br />

samanstóð af 4 hjúkrunarfræðingum og 2 sjúkraliðum á lýtalækningadeild Landspítala.<br />

Tilgangur hópsins var að finna leiðir til að styðja við jákvæða líkamsímynd kvenna sem<br />

gangast undir aðgerð til endursköpunar á brjóstum. Þessi hópur hittist tvisvar sinnum; í<br />

fyrra skiptið aðeins hjúkrunarfræðingarnir, en allur hópurinn í seinna skiptið. Notast var<br />

við helstu niðurstöður þeirra greina sem þetta verkefni er byggt á og þær bornar saman<br />

við reynslu okkar af viðbrögðum kvenna við brjóstnámi og brjóstauppbyggingu.<br />

Niðurstöður voru eftirfarandi:<br />

1. Fræðsla fyrir aðgerð um við hverju má búast eftir aðgerð. Meðal annars skert tilfinning eða<br />

tilfinningaleysi á nýja brjóstsvæðinu. Sýna konunni myndir og benda á lesefni, þar á<br />

meðal viðurkenndar vefsíður.<br />

2. Gefa konunni færi á að tjá tilfinningar sínar. Nota 15 mínútna fjölskylduviðtalið (Wright<br />

og Leahey, 2005). Það er, að bjóða konunni og fjölskyldu hennar upp á 15<br />

mínútna samtal þar sem þau fá tækifæri á að tjá sig um áhyggjur sínar og koma fram<br />

með spurningar. Einnig er gott að nota þann tíma sem fer í sáraskiptingar og aðstoð<br />

við umönnun til að hvetja konuna til að tjá sig.<br />

177<br />

176

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!