26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

114<br />

Verkjameðferð við drentöku úr brjóstholi<br />

Meðferð við íhlutunarverkjum þarf að vera fjölþætt og felast í fleiru en lyfjagjöf.<br />

Sjúklingar, sem eru vel undirbúnir, hafa verið hughreystir og fengið útskýringar á því<br />

sem í vændum er, þola verkina betur og greina frá minni verkjum og vanlíðan í<br />

kjölfar íhlutunar (Carroll o.fl., 1999). Hins vegar gleymist oft að gefa sjúklingum<br />

verkjalyf því venjubundin hjúkrunarverk eru sjaldan sett í samhengi við verki. Oft<br />

telja hjúkrunarfræðingar að einföld og fljótleg íhlutun sé of skammvinn til að taki því<br />

að beita meðferð og að verkjameðferðin sé of tímafrek í samanburði við íhlutunina<br />

(Siffleet o.fl., 2007). Þetta er umhugsunarvert því þó svo að íhlutunin, í þessu tilviki<br />

drentakan, taki að okkar mati skamma stund þá sitja óþægindin og neikvæð reynsla<br />

sjúklingsins eftir mun lengur.<br />

Verkir við drentöku úr brjóstholi<br />

Ekki fundust margar rannsóknir sem sérstaklega fjalla um verki og verkjameðferð<br />

við drentöku úr brjóstholi. Samantekt rannsókna um efnið sýnir þannig að<br />

rannsóknir eru takmarkaðar, fáar og þeim illa lýst (Bruce o.fl., 2006). Flestar rannsóknanna<br />

gáfu þó til kynna að sjúklingar finna mikinn eða mjög mikinn sársauka í<br />

tengslum við drentöku út brjóstholi þrátt fyrir verkjalyfjagjöf. Út frá samantekt þeirra<br />

má álykta að morfin eingöngu gefi <strong>ekki</strong> næga verkjastillingu við verk sem hlýst af<br />

drentöku úr brjóstholi.<br />

Sjúklingar segja oft að drentaka úr brjóstholi valdi mjög slæmum verk eða togi.<br />

Það er þó bót í máli að fæstir hafa langvarandi verki eftir drentöku (Mimnaugh o.fl.,<br />

1999). Fram hefur komið að sjúklingar meti verki við drentöku úr brjóstholi á bilinu<br />

5 til 7 á kvarðanum 0 til 10 (Puntillo o.fl., 2001). Siffleet o.fl (2007) skoðuðu<br />

verkjalýsingar 61 sjúklings í tengslum við umönnun. Í ljós kom að sjúklingar mátu<br />

verki við drentöku að meðaltali 6,5 á fyrrgreindum kvarða. Fyrir drentökuna mátu<br />

þeir verkina að meðaltali 1 til 2. Einungis 50% sjúklinganna fengu fyrirbyggjandi<br />

verkjalyfjameðferð fyrir drentökuna en um 67% fengu verkjalyf eftir drentökuna. Þó<br />

hefur sýnt sig að verkjalyf, sem gefin eru fyrir íhlutanir, minnka verki sjúklingsins<br />

eftir íhlutunina meira en verkjalyf sem gefin eru strax á eftir (Seib og Paul, 2006).<br />

Verkjalyfjameðferð<br />

VERKJAMEÐFERÐ VIÐ DRENTÖKU ÚR BRJÓSTHOLI<br />

Til að verkjameðferð verði hnitmiðuð og árangursrík þarf góða undirstöðuþ<strong>ekki</strong>ngu<br />

á lífeðlisfræði sársauka, mati á verkjum og verkjameðferð. Verkjameðferð minnkar<br />

kvíða, dregur úr óþægindum og deyfir bæði ósjálfráðu og sjálfráðu viðbrögðin<br />

(Kehlet og Dahl, 2003). Rannsóknir hafa sýnt að notkun ópíata eingöngu dugi <strong>ekki</strong><br />

sem verkjastilling við drentöku og flestir sjúklingar finna mikla verki þrátt fyrir gjöf<br />

þeirra. Árangursríkast reynist að veita fjölþætta verkjalyfjameðferð með ópíötum,<br />

bólgueyðandi verkjalyfjum, staðdeyfilyfjum og jafnvel innöndunargasi (Bruce o.fl.,<br />

2006). Þrátt fyrir þetta sýndi fjölþjóðleg rannsókn gerð á tæplega 6 þúsund sjúklingum<br />

að verkir jukust þegar íhlutun átti sér stað. Fleiri en 63% fengu engin verkjalyf,<br />

116<br />

115

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!