26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

128<br />

Guðrún Svava Guðjónsdóttir<br />

sókninni. Tilgangurinn var að athuga hvort verkjakvarðarnir mætu verki sjúklinganna<br />

á sambærilega hátt. Þrjátíu og fimm þátttakendur voru í rannsókninni sem allir<br />

áttu við tímabundna eða langvarandi samskiptaerfiðleika að etja. Þeir greindu frá því<br />

að NRS væri sá kvarði sem þeir vildu helst nota og þar á eftir andlitskvarðinn. VAS<br />

var sá kvarði sem þeir vildu síst nota. Rannsóknin leiddi í ljós að allir kvarðarnir væru<br />

áreiðanlegir í notkun fyrir eldri sjúklinga með samskiptavandamál. Þátttakendur voru<br />

í yngri kantinum í þessari rannsókn eða á aldrinum 55-79 ára.<br />

Í rannsókn DeWaters o.fl. (2008) voru rannsakaðir 25 aldraðir sjúklingar sem<br />

fóru í bæklunaraðgerð. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvort hægt væri að<br />

nota PAINAD-verkjamatstækið fyrir eldra fólk eftir aðgerð og hvort hægt væri að<br />

nota tækið bæði fyrir fólk með og án vitrænnar skerðingar. Tólf sjúklinganna voru<br />

með vitræna skerðingu, þrettán voru án vitrænnar skerðingar. Allir sjúklingarnir voru<br />

metnir með tilliti til verkja með talnakvarða (NRS) og PAINAD. Stigafjöldi á<br />

PAINAD var meiri þegar sjúklingar voru taldir líklegri en ólíklegri til að finna fyrir<br />

verkjum. Líklegir verkir voru skilgreindir sem hreyfing úr rúmi í stól eða frá stól í<br />

rúm, ólíklegir verkir voru skilgreindir að sitja eða <strong>liggja</strong> hljóðlátur. Fylgst var með<br />

sjúklingnum í fimm mínútur. Fram komu sterk jákvæð tengsl á milli PAINAD og<br />

talnakvarða fyrir allar athuganir, bæði við líklegar og ólíklegar aðstæður og meðal<br />

sjúklinga með og án vitrænnar skerðingar. Bendir þetta til að hegðunin, sem tilgreind<br />

er í PAINAD-tækinu, tengist verkjum. Hegðun, sem oftast kom fram, var neikvætt<br />

tal, svipbrigði og líkamstjáning en hafa verður í huga að úrtakið var <strong>ekki</strong> stórt.<br />

Árangursrík samskipti sjúklings með verki og heilbrigðistarfsmanna virðast<br />

skipta miklu þegar veita á góða verkjameðferð. Í bandarískri rannsókn voru valdir af<br />

handahófi 38 sjúklingar eldri en 65 ára sem farið höfðu í hnéliðskiptaaðgerð. Þátttakendum<br />

var skipt í tvo hópa. Samskiptahópurinn (26 sjúklingar) fékk fræðslu með<br />

15 mínútna myndbandi fyrir aðgerð um samskipti við heilbrigðistarfsfólk í tengslum<br />

við verki og meðferð verkja eftir aðgerð. Samanburðarhópurinn (12 sjúklingar)<br />

horfði á 10 mínútna langt myndband sem einungis fjallaði um meðferð verkja.<br />

Verkir voru metnir á 1. og 2. degi eftir aðgerð og 1. og 7. degi eftir útskrift. Hóparnir<br />

voru bornir saman hvað varðar styrk verkja, truflandi áhrifa verkja á hreyfingu og<br />

áhrif verkjameðferðar. Greindi samskiptahópurinn frá minni hreyfihindrun og meiri<br />

áhrifum verkjameðferðar en samanburðarhópurinn á 1. degi eftir aðgerð. Á 2. degi<br />

eftir aðgerð greindu samskipta- og samanburðarhópurinn frá svipuðum áhrifum<br />

verkja á hreyfingu en samanburðahópurinn greindi frá meiri áhrifum verkjameðferðar<br />

en samskiptahópurinn. Styrkur verkja hélst svipaður í báðum hópunum á<br />

1. og 2. degi eftir aðgerð. Ekki var marktækur munur á milli þeirra varðandi styrk<br />

verkja, hreyfihindrun og áhrif verkjameðferðar á 1. og 7. degi eftir útskrift<br />

(McDonald o.fl., 2005). Rannsóknin hefur þann kost að vera bæði með<br />

samanburðarhóp og meðferðarhóp en hóparnir eru mjög litlir. Hún gefur þó<br />

vísbendingar um að fræðsla um samskipti varðandi verki fyrir eldra fólk fyrir aðgerð<br />

geti haft áhrif, sérstaklega fyrst á eftir aðgerð.<br />

130<br />

129

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!