26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

11<br />

kafla sínum um Verkjamat aldraðra eftir skurðaðgerð. Höfundur ákvað að taka þetta efni<br />

fyrir því reynsla hennar af að starfa á skurðdeild er að aldraðir eiga oft erfiðara með að<br />

lýsa verkjum og nota verkjamatskvarða en þeir sem yngri eru. Í kaflanum er veitt yfirlit<br />

yfir aldraða og verki og lýst framkvæmd verkjamats hjá fimm öldruðum<br />

skurðsjúklingum. Niðurstaða kaflans er að aldraðir séu <strong>ekki</strong> einsleitur hópur, aldursbil<br />

aldraðra sé breitt og mikilvægt að hjúkrunarfræðingar beiti einstaklingsbundinni nálgun<br />

við val á verkjakvörðum og við almennt mat á verkjum sjúklinganna. Sigfríður<br />

Héðinsdóttir heldur áfram umfjöllun um verki aldraðra og kallast hennar kafli<br />

Bráðaverkjamat aldraðra á bæklunarskurðdeild. Höfundur bendir á að verkir séu algengt<br />

vandamál hjá öldruðum og oft van eða illa meðhöndlaðir. Í kaflanum er greint frá<br />

rannsóknum sem gerðar hafa verið á verkjum aldraðra skurðsjúklinga og úrræðum sem<br />

notuð eru til að lina verkina. Gerð er ítarleg grein fyrir verkjameðferð og mati fimm<br />

bæklunarskurðsjúklinga á aldrinum 70 til 88 ára. Niðurstaða höfundar er að verkefni<br />

hennar styðji rannsóknir um vanmat og meðferð á verkjum sjúklinga og telur hún<br />

mikilvægt að efla fræðslu heilbrigðisstarfsfólks varðandi verkjameðferð aldraðra. Síðasti<br />

kaflinn í þessum efnisflokki fjallar um allt annan aldurshóp en Vigdís Friðriksdóttir sem<br />

starfar á barnaskurðdeild fjallar um Verkjamat hjá börnum eftir skurðaðgerð. Hún fjallar um<br />

mikilvægi þess að horft sé til aldurs og þroska barnsins þegar verkir þess eru metnir.<br />

Þannig eru börn mishæf til að tjá verkina munnlega og er mikilvægt að styðjast<br />

svipbrigða, líkamsstöðu, grát og fleiri atferlis auk lífeðlisfræðilegra þátta við matið.<br />

Höfundur skoðar mat verkja hjá fimm börnum eftir aðgerð og er niðurstaðan að<br />

verkjamat sé almennt gott og að kerfisbundið verkjamat hjá börnum sé lykilatriði í því<br />

að tryggja árangursríka meðferð og bæta líkan barna eftir skurðaðgerðir.<br />

Næsti kafli stendur nokkuð sér en í honum er fjallað um Samskipti og samvinnu<br />

hjúkrunarfræðinga og lækna og er höfundur Ingibjörg Ósk Guðmundsdóttir. Skipulögð<br />

samvinna hjúkrunarfræðinga og lækna er misjöfn eftir sviðum á Landspítala en gott<br />

samstarf þessara starfsstétta er talið auka gæði heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga. Í<br />

kaflanum er fjallað um skilgreiningar á samvinnu, viðhorf stéttanna til samvinnu,<br />

mikilvægis samvinnu tengt öryggisþáttum á sjúkrahúsi og hvernig og hvort kyn hefur<br />

áhrif á samstarf þessara stétta. Niðurstaða höfundar er að viðhorf stéttanna til samvinnu<br />

sé almennt jákvætt þó vissulega leggi hjúkrunarfræðingar meiri áherslu á samvinnu en<br />

læknar. Höfundur leggur áherslu á að til að samvinna og samskipti stéttanna geti eflst<br />

enn frekar þurfi markmið að vera skýr, aðgengileg og sameiginleg, hlutverkaskipting<br />

ljós, ábyrgð dreifð og umræða öllum opin.<br />

Tveir kaflar fjalla um konur og brjóstakrabbamein. Höfundur að fyrri kaflanum<br />

er Ólöf Guðrún Ásbjörnsdóttir og kallast kafli hennar Viðbrögð kvenna sem fara í<br />

endursköpun á brjóstum eftir brjóstnám vegna krabbameins. Í kaflanum er fjallað um<br />

mismunandi tegundir brjóstauppbyggingar, farið lauslega í kosti og galla hverrar þeirrar.<br />

13<br />

11

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!