26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

99<br />

Ásta Júlía Björnsdóttir<br />

stöðum, umræðum og ályktunum. Að lokum verður rædd innleiðing fóta- og handanuddmeðferðar<br />

á hjartaskurðdeild Landspítala.<br />

Leitarorð við heimildaleit voru: massage, surgery, coronary artery bypass, post-operative pain,<br />

complementary therapies, nursing. Leitað var að rannsóknum í gagnagrunnunum Scopus og<br />

PubMed.<br />

Gott nudd gulli betra<br />

Nudd hefur verið notað í öllum samfélögum manna frá öndverðu og er eitt elsta<br />

form lækninga. Í upphafi 19. aldar setti Svíinn Per Hendrik Ling fram vísindalegt<br />

nuddkerfi sem kallað er „sænska aðferðin“. Hann lagði áherslu á að samræma<br />

nuddstrokur lífeðlisfræðinni og áttu flestar strokur að <strong>liggja</strong> í átt til hjartans til að<br />

auka hreinsun líkamans. Þessi aðferð jók vinsældir nuddsins og náði útbreiðslu í<br />

Evrópu og víðar (Travelyan, 1993). Ótal tegundir af nuddi eru notaðar enn í dag af<br />

heilbrigðisstarfsfólki og þá oftast bólgu-, verkja- eða kvíðastillandi nudd.<br />

Grunnur nudds er snerting og er talið að hluti af árangri nuddsins tengist<br />

snertingu sem er full af umhyggju svo og jákvæðum viðhorfum þiggjanda til<br />

nuddsins (Kalauokalani o.fl., 2001). Í nuddinu er notuð ákveðin tækni þar sem<br />

kerfisbundnar og taktfastar strokur eru notaðar til að teygja og þrýsta á vöðva og<br />

bandvefi líkamans. Helstu aðferðir, sem notaðar eru við nudd, eru strokur, núningur,<br />

þrýstingur, titringur og hnykkur (Travelyan, 1993). Lífeðlisfræðileg áhrif nudds felast<br />

m.a. í æðaútvíkkun, auknum húðhita, örvun bláæðablóðrásar og sogæðaflæðis ásamt<br />

auknum efnaskiptum í vöðvavef sem verður teygjanlegri. Nudd minnkar lífeðlisfræðilega<br />

svörun líkamans við streitu og álagi með því að lækka blóðþrýsting,<br />

hjartslátt og adrenalínflæði (Kim o.fl., 2001) og hefur hjartsláttur, öndunartíðni og<br />

blóðþrýstingur verið notuð sem hlutlægir slökunarvísar í mörgum nuddrannsóknum<br />

(Hayes og Cox, 1999; Hattan o.fl., 2002; Wang og Keck, 2004).<br />

Langflestir þola nudd í einhverri mynd. Þó skal <strong>ekki</strong> veita nuddmeðferð<br />

sjúklingum með blóðtappa í fæti, sár, brunasár, blæðingar og marbletti í húð,<br />

beinbrot, hita, sýkingu, bjúg og alvarlega gigtverki. Það sama gildir um sjúklinga sem<br />

eru í óstöðugu ástandi þar sem hjarta- og æðakerfi er undir miklu álagi eða<br />

súrefnisupptaka er verulega skert (Hill, 1995). Auðvelt aðgengi er að höndum og<br />

fótum eftir aðgerð hjá CABG-sjúklingum en talið er að hendur og fætur séu góð<br />

nuddsvæði því þau hafa mikið af viðtökum sem örva þá taugaþræði sem trufla<br />

verkjaboð (Wallace, 1992). Hjá CABG-sjúklingum eru axlir, háls, bak og bringa oft<br />

verkjamestu staðirnir eftir aðgerð og nudd á þeim stöðum hefur <strong>ekki</strong> síðri áhrif en<br />

það fer þó eftir þoli sjúklings. Þar sem búið er að kljúfa bringubein í sundur hentar<br />

þessum einstaklingum <strong>ekki</strong> að <strong>liggja</strong> á hliðinni vegna óþæginda sem við það skapast.<br />

101<br />

100

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!