26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

159<br />

Samvinna<br />

Þrátt fyrir að miklar framfarir og breytingar hafi orðið á báðum þessum<br />

fagstörfum loðir enn við þessar stéttir að hjúkrunarfræðin sé kvennastétt og<br />

læknisfræðin karlastétt. Leonard Stein (1967) gerir samskipti lækna og<br />

hjúkrunarfræðinga að umfjöllunarefni í grein sinni The Doctor-Nurse game þar sem<br />

fram kemur að kynjabreyta hefur áhrif á samskipti þessara tveggja fagstétta. Karlkyns<br />

læknar hafa yfirráðin og eru ábyrgir fyrir sjúkdómsgreiningum, aðgerðum og<br />

ráðleggingum, á meðan kvenkyns hjúkrunarfræðingar eru „einungis“ ábyrgir fyrir<br />

umönnun sjúklinga og öðrum húsvarðar- og rekstrarstörfum. Stein líkir samskiptum<br />

þessara stétta við hlutverkaleik þar sem hver persóna hefur ákveðið hlutverk.<br />

Markmið „leiksins“ er að hjúkrunarfræðingarnir eigi að vera áræðnir, sýni frumkvæði<br />

og beri ábyrgð á mikilvægum tillögum til lækna en á sama tíma verða þeir að sýnast<br />

hlutlausir. „Leikurinn“ gengur út á það að hjúkrunarfræðingurinn setur tillögur sínar<br />

þannig fram að það líti út fyrir að þær séu læknisins. Báðar stéttir taka virkan þátt í<br />

þessum „leik“ en aðalregla „leiksins“ er að forðast sýnilegt ósamkomulag. Stein<br />

bendir enn fremur á að mikilvægt sé að hjúkrunarfræðingarnir þ<strong>ekki</strong> sitt hlutverk vel<br />

og að „leiknum“ fylgi bæði umbun og refsing, þar sem þátttakendur deila saman<br />

vinningi eða tapi. Árangurinn er sýnilegastur þegar læknar og hjúkrunarfræðingar<br />

þekkja hlutverk sín vel og samstarf þeirra er árangursríkt. Þannig getur læknirinn nýtt<br />

sér ráðgjöf frá hjúkrunarfræðingnum sér í hag og hjúkrunarfræðingurinn á að öðlast<br />

sjálfsvirðingu og faglega ánægju með starf sitt. Stein nefnir nokkra þætti sem hann<br />

telur mikilvæga í „leiknum“. Fyrst má nefna þau viðhorf sem mótast hjá stéttunum á<br />

nematímabilinu. Læknaneminn lærir eins og lífið liggi við svo hann verði <strong>ekki</strong><br />

ráðalaus þegar líf liggur raunverulega við. Hann sér sjálfan sig sem stríðsmann í stríði<br />

við sjúkdóma og dauða, þar sem mistök geta kostað einhvern lífið. Þannig þróast hjá<br />

læknanemanum sú trú að hann sé almáttugur og þar af leiðandi ófær um mistök.<br />

Það er <strong>ekki</strong> fyrr en að loknu námi sem læknar verða virkir þátttakendur í „hlutverkaleiknum“.<br />

Hjúkrunarfræðineminn er á hinn bóginn þátttakandi frá upphafi náms.<br />

Honum er strax kennt hlutverk sitt og hvernig tengsl hans við lækna verði. Honum<br />

er kennt að bera virðingu fyrir læknum þar sem þ<strong>ekki</strong>ng þeirra er miklu meiri en<br />

hans og hlutverk hans sé að veita lækninum upplýsingar sem læknirinn einn veit<br />

hvernig ber að nýta.<br />

Annar áhrifaþáttur samkvæmt Stein er kynjabreyta, en á sjöunda áratugnum<br />

voru karlkyns hjúkrunarfræðingar og kvenkyns læknar sjaldséðir. Vegna þessara<br />

kynjahlutfalla styrktust sumar staðlaðar kynjaímyndir í hlutverkaleiknum, eins og<br />

yfirvald karlmanna og valdleysi kvenna. Helsta gagnrýni Stein á þennan hlutverkaleik<br />

var sú að hann taldi leikinn koma í veg fyrir skoðanaskipti og opin samskipti.<br />

Hann taldi enn fremur að það myndi verða báðum stéttum til framdráttar ef<br />

viðhorfsbreyting yrði innan stéttanna til hlutverkaleiksins. Greining Steins á<br />

samskiptum lækna og hjúkrunarfræðinga hefur haft mikil áhrif innan fræðaheimsins<br />

og fjöldi rannsakanda hefur skoðað samskiptin út frá greiningu hans.<br />

161<br />

160

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!