26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

21<br />

ANNA MARÍA ÓLAFSDÓTTIR<br />

LILJA ÁSGEIRSDÓTTIR<br />

Fasta fyrir skurðaðgerð: „ekkert eftir miðnætti” er gömul<br />

klisja<br />

INNGANGUR<br />

Fasta er mikilvægur hluti af undirbúningsferli sjúklings fyrir skurðaðgerð og liður í að<br />

auka öryggi hans. Tilgangur föstu er að minnka magn og sýrustig magainnihalds í því<br />

skyni að draga úr hættu á bakflæði þess ofan í lungu (pulmonary aspiration). Við<br />

svæfingu bælist hósta- og kyngingarviðbragð sjúklings og því eykst hættan á bakflæði<br />

á meðan á svæfingu stendur (Stuart, 2006). Sú hefð að fasta frá miðnætti, aðfaranótt<br />

aðgerðadags, á sér langa sögu en árið 1946 fjallaði Mendelson um hve hættulegt<br />

bakflæði magainnihalds ofan í lungu getur verið (Levy, 2006). Í kjölfar þess var farið<br />

að styðjast við þá vinnureglu að aðgerðasjúklingar skyldu fasta frá miðnætti og er sú<br />

regla víða enn við lýði.<br />

Fasta fyrir skurðaðgerð felur í sér að sjúklingur má hvorki neyta matar né<br />

drykkjar í fyrirfram ákveðinn tíma. Mikilvægur hluti af starfi hjúkrunarfræðinga á<br />

skurðdeild er að tryggja að rétt sé staðið að föstu sjúklinga fyrir skurðaðgerð<br />

(Woodhouse, 2006) og gegnir fræðsla til sjúklinga þar veigamiklu hlutverki. Í þessum<br />

kafla er ætlunin að skoða hvort fasta frá miðnætti, aðfaranótt aðgerðardags er nauðsynleg,<br />

hvaða áhrif hún hefur á líkamsstarfsemina og hver upplifun sjúklinga er.<br />

Skoðað verður hvort almennt sé verið að vinna samkvæmt alþjóðlegum vinnuleiðbeiningum<br />

sem byggðar eru á gagnreyndri þ<strong>ekki</strong>ngu um föstu fyrir skurðaðgerðir. Á<br />

Landspítala eru til vinnuleiðbeiningar sem byggðar eru á ráðleggingum samtaka<br />

bandarískra svæfingarlækna, American Society of Anaesthesiologists (ASA) en þær<br />

hafa lítið verið kynntar og almennt er <strong>ekki</strong> unnið eftir þeim innan spítalans. Einnig<br />

verður sagt frá könnun sem gerð var á tímalengd föstu á einni legudeild Landspítala<br />

og hvernig skurðsjúklingum leið á föstutímanum. Í lok kaflans er farið yfir atriði sem<br />

hafa ber í huga þegar kemur að því að innleiða nýtt vinnulag og hvaða aðferðir þykja<br />

vænlegar til árangurs.<br />

Aðferðafræði<br />

Leitað var að heimildum í gagnagrunnunum Scopus, PubMed, Proquest, Medline-Ovid og<br />

Wiley InterScience. Leitarorð voru fasting, surgery, preoperative, change management og<br />

implementation of guidelines. Leitarorð voru samtvinnuð á ýmsa vegu og leitin<br />

takmörkuð við enska tungu og manneskjur. Lagt var upp með að skoða rannsóknir,<br />

23<br />

22

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!