26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

123<br />

GUÐRÚN SVAVA GUÐJÓNSDÓTTIR<br />

Verkjamat aldraðra eftir skurðaðgerð<br />

INNGANGUR<br />

Samhliða því að aldraðir hafa orðið stærri hluti samfélagsins hefur öldruðum<br />

sjúklingum, sem fara í skurðaðgerð fjölgað (Gagaliese og Katz, 2002; Gagaliese o.fl.,<br />

2005 ). Rannsóknir sýna að verkir eldri sjúklinga (65 ára og eldri) eru gjarnan verr<br />

metnir og meðhöndlaðir en verkir þeirra sem yngri eru (Brown, 2004). Verkir<br />

aldraðra á sjúkrahúsum geta átt sér ýmsar orsakir en eru oft fylgifiskur skurðaðgerða<br />

(Prowse, 2007). Hjúkrunarfræðingar eru í lykilstöðu til að safna upplýsingum um<br />

verki sjúklinga og leggja þannig grunn að góðu verkjamati en hornsteinn allrar<br />

verkjameðferðar er rétt greining og viðeigandi mat (Anna Gyða Gunnlaugsdóttir,<br />

2006). Fullnægjandi verkjameðferð eftir skurðaðgerð skiptir miklu máli til að stuðla<br />

að sem bestum bata aldraðra og koma í veg fyrir fylgikvilla (Looi og Audisio, 2007).<br />

Tilgangur þessa kafla er að greina frá því efni sem birt hefur verið um verkjamat<br />

og verki aldraðra, og meta gagnsemi verkjakvarða með sérstöku tilliti til eldri sjúklinga<br />

sem hafa farið í skurðaðgerð. Þetta efni var valið þar sem mjög stór hópur<br />

sjúklinga á skurðdeildum er aldraður og hefur höfundur fundið fyrir því að þessir<br />

sjúklingar eiga oft erfiðara með að lýsa verkjum og nota verkjakvarða en þeir sem<br />

yngri eru.<br />

Kaflinn hefst á almennri umræðu um aldraða og verki. Algengustu verkjamatskvörðum,<br />

sem í boði eru, er síðan lýst stuttlega sem og verkjamati aldraðra. Greint er<br />

frá nokkrum rannsóknum, sem fjalla um verkjamat aldraðra eftir skurðaðgerð og<br />

gerð stutt samantekt á þeim. Að lokum er reynslu höfundar af verkjamati hjá fimm<br />

öldruðum skurðsjúklingum lýst.<br />

Aðferðafræði<br />

Við gagnaöflun voru leitarvélarnar PubMed, Proquest og Scopus notaðar. Efni var takmarkað<br />

við greinar og rannsóknir frá og með árinu 2000. Helstu leitarorð voru:<br />

postoperative pain, older people, pain measurement, elderly, surgical patients, pain scales og pain<br />

assessment. Urðu þessi leitarorð fyrir valinu þar sem þau eru lýsandi fyrir viðfangsefnið.<br />

Greinarnar sem valdar voru, voru aðallega rannsóknargreinar en einnig fræðileg yfirlit.<br />

Ekki voru settar takmarkanir á stærð úrtaka.<br />

Efni um verkjamat og verkjakvarða fyrir aldraða var skoðað og greint og verkjamat<br />

gert hjá fimm skurðsjúklingum eldri en 65 ára á þvagfæraskurðdeild. Sjúklingarnir<br />

voru þrír karlmenn og tvær konur á aldrinum 70-86 ára. Verkjamatið fór fram<br />

125<br />

124

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!