26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

109<br />

Ásta Júlía Björnsdóttir<br />

það okkur vísbendingar um að sjúklingarnir hafi náð að slaka á og streitusvörun<br />

líkamans minnkað.<br />

Það ætti að vera hægt að nudda sjúklinga strax á fyrsta degi eftir aðgerð svo<br />

lengi sem þeir eru í stöðugu ástandi frá hjarta, æðakerfi og lungum. Ekki er þó<br />

sjálfgefið að einstaklingar vilji láta nudda sig og njóti þess, en við lestur rannsókna<br />

sást að sjúklingar hafa neitað þátttöku í nuddrannsóknum. Ekki má heldur útiloka að<br />

þeir sem vænta góðs af nuddinu geti hugsanlega haft meira gagn af nuddinu en þeir<br />

sem búast <strong>ekki</strong> við neinu, og þeir sem halda að nuddið geri illt verra eru líklegri til að<br />

neita meðferð.<br />

Innleiðing á deild<br />

Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar á hjartaskurðdeild Landspítala hafa sýnt ýmiss<br />

konar viðbótarmeðferð mikinn áhuga í gegnum tíðina og vilja til að beita nýjum<br />

aðferðum. Þar sem verkjalyf ná <strong>ekki</strong> ein og sér yfir allar hliðar verkjaskynjunar<br />

sjúklinga getur viðbótarmeðferð eins og nudd verið dýrmætt tæki til að lina þjáningar<br />

sem hjartaskurðsjúklingar þurfa að glíma við. Nudd er meðferð sem er vel metin af<br />

sjúklingum og gefur þeim einnig tækifæri til að hafa áhrif á eigin líðan og bata og<br />

stuðla að sjálfslækningu. Nudd sem þetta er hættulaust ef rétt er að farið og allir geta<br />

lært að nota það.<br />

Til að vekja áhuga hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á beitingu þessarar<br />

meðferðar fengu allir hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar, er störfuðu á deildinni,<br />

senda fræðslugrein um fótanudd ásamt skriflegum leiðbeiningum hvernig<br />

framkvæma ætti fóta- og handanuddið. Fyrir valinu varð grein eftir Þóru Jennýju<br />

Gunnarsdóttur hjúkrunarfræðing en greinin var valin m.t.t. að vera auðveld aflestrar<br />

og skýr (Þóra Jenný Gunnarsdóttir, 2002). Greinin heitir Svæðanudd og m-tækni, en í<br />

henni er lýst fótanuddi sem er mjög sambærilegt nuddinu í leiðbeiningunum sem ég<br />

hafði unnið og birtar eru hér að framan. Í framhaldi af þessu var starfsfólkinu boðið<br />

að mæta á tveggja klukkustunda námskeið þar sem aðferðin var kennd. Deildarstjóri<br />

veitti framtakinu dyggan stuðning og hvatti starfsfólk eindregið til að sækja kennslu.<br />

16 starfsmenn sóttu kennsluna á fjórum námskeiðum. Á námskeiðunum var frætt<br />

um gagnsemi nuddsins og að nudd væri árangursrík meðferð, meðal annars við<br />

verkjum, kvíða og svefnleysi. Þeir sem sóttu kennsluna voru áhugasamir og ánægðir<br />

með fengna kennslu. Starfsfólk var látið vita að það gæti alltaf leitað til undirritaðrar í<br />

framtíðinni með spurningar eða aðstoð við nuddið. Til gamans má geta að 6<br />

hjúkrunarfræðingar á deildinni voru nýbúnir að læra fóta- og handanudd í<br />

diplómanámi og voru þegar farnir að nota það. Ég tel að það hafi hvatt starfsfólkið<br />

til að byrja að beita meðferðinni.<br />

Segja má að jarðvegurinn fyrir þessa innleiðingu hafi verið vel undirbúinn ólíkt<br />

mörgum öðrum nýjungum á deildum. Flestir þekkja nudd af einhverju tagi og hafa<br />

jafnvel prufað að beita því sjálfir. Nudd er meðferð sem allir kunna að meta og því<br />

111<br />

110

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!