26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

72<br />

Þrýstingssár<br />

og þau eru jafnvel enn tíðari hjá hjartaskurðsjúklingum (Papantonio o.fl., 1994; Stordeur<br />

o.fl., 1998). Þessar niðurstöður koma heim og saman við þá fimm hjartaskurðsjúklinga<br />

sem hér voru skoðaðir en tveir af þeim voru með þrýstingssár. Hjá sjúklingunum fimm<br />

fengu flokkarnir virkni, hreyfigeta og neysla sjaldnast fullt hús stiga samkvæmt Bradenkvarðanum.<br />

Sjúklingur fjögur var <strong>ekki</strong> í áhættuhóp en reyndist vera með sár. Það styður<br />

mikilvægi þess að treysta <strong>ekki</strong> eingöngu á Bradenkvarðann heldur skoða einnig ástand<br />

húðar og aðra áhættuþætti sem geta gert sjúkling viðkvæmari fyrir myndun þrýstingssára.<br />

Ég tel að meðferð ofangreindra sjúklinga hafi borið árangur. Þrýstingssárunum<br />

fjölgaði <strong>ekki</strong> og þau tvö sem voru til staðar voru gróandi. Einnig var fjöldi stiga á<br />

Bradenkvarða sá sami eða hærri við endurmat eftir meðferð hjá öllum fimm<br />

sjúklingunum.<br />

Almennt er vel staðið að meðferð á hjarta- og lungnaskurðdeild. Stuðst er við<br />

klínískar leiðbeiningar við fyrirbyggjandi aðgerðir gegn myndun þrýstingssára og er fleiri<br />

en ein aðferð notuð í einu eins og er talið æskilegt (Gunningberg, 2006). Síðastliðin ár<br />

hafa veikari og eldri sjúklingar gengist undir hjartaskurðaðgerð og því fjölgar<br />

áhættuþáttum þrýstingssára. Þetta sést á því að allir sjúklingarnir nema einn voru með<br />

fleiri en einn áhættuþátt út af sáramyndun. Blóðvökvaalbúmín var innan eðlilegra marka<br />

hjá öllum sjúklingunum fyrir aðgerð. Ekki lágu fyrir upplýsingar um albúmíngildi í<br />

blóðvökva eftir aðgerð nema hjá tveimur sjúklingum og þá hafði það minnkað þrátt<br />

fyrir viðeigandi næringarmeðferð. Blóðvökvaalbúmín gefur til kynna almennt næringarástand<br />

sjúklings um alllangan tíma en heppilegra er talið að mæla blóðvökvaprealbúmín<br />

því það gefur betri sýn á daglegt næringarástand sjúklinga (Langemo o.fl., 2006; Padula<br />

o.fl., 2008). Því tel ég að gera mætti slíka mælingu oftar eftir hjartaskurðaðgerð, sérstaklega<br />

ef sjúkrahúslegan lengist. Að auki ætti að gefa öllum lystarlausum sjúklingum næringardrykki<br />

eða vítamín.<br />

ÁLYKTANIR<br />

Fyrsta skrefið í fyrirbyggjandi hjúkrunarmeðferð þrýstingssára er að opna augu sín fyrir<br />

vandamálinu og geta greint sjúklinga í áhættuhóp. Notkun Braden-kvarðans og<br />

EPUAP-flokkunarkerfisins auðveldar greiningu sjúklinga í áhættuhóp og greiningu á<br />

stigun sára. Ég tel að <strong>ekki</strong> taki langan tíma að nota Bradenkvarðann, hann er einfaldur í<br />

notkun og krefst <strong>ekki</strong> sérstakrar þjálfunar hjúkrunarfræðinga. Hann ætti því að nota við<br />

innlögn hjá öllum eldri og veikari sjúklingum sem gangast undir hjartaskurðaðgerð.<br />

Áhættuna ætti einnig að endurmeta hjá öllum hjartaskurðsjúklingum fyrstu dagana eftir<br />

aðgerð þar sem ástand þeirra getur verið breytilegt. Ef sjúklingur er í áhættuhóp ætti að<br />

hefja fyrirbyggjandi meðferð samkvæmt klínískum leiðbeiningum Landspítalans.<br />

Klínískar leiðbeiningar stuðla að samfellu og samræmi í meðferð og að auki geta þær<br />

bætt skráningu hjúkrunar. Þetta er sjúklingi til hagsbóta, mögulega styttist sjúkrahús-<br />

74<br />

73

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!