26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

49<br />

Hlutverk næringar í sáragræðslu<br />

við 0,8-1 gr. próteins á hvert kíló líkamsþyngdar en þörfin eykst upp í 1,25-1,50 gr. á<br />

kíló fyrir einstaklinga með sár. Ef prótein inntaka er meiri en 2 gr. á kíló eykur það<br />

hins vegar álag á nýru og lifur (Stefanski og Smith, 2006). Kjöt, egg, fiskur og mjólk<br />

innihalda nauðsynlegar amínósýrur.<br />

Kolvetni og fita<br />

Kolvetni og fita eru taldir ákjósanlegustu orkugjafar líkamans. Aðalhlutverk kolvetna<br />

er uppbygging og viðhald vefja (Posthauer, 2006). Um 50-60% af öllum hitaeiningum<br />

ættu að koma úr kolvetnum sem fást úr kornmeti, baunabelgjum, ávöxtum,<br />

grænmeti, mjólk, brauði, kartöflum, hrísgrjónum og pasta (Edmonds, 2007). Um 25<br />

til 35% orkunnar kemur úr fitu og þar af 15% úr harðri fitu, það er mettuðum og<br />

transómettuðum fitusýrum. Mikilvægi fitunnar felst jafnframt í þeirri staðreynd að í<br />

henni er að finna tvær lífsnauðsynlegar fitusýrur; fjölómettuðu fitusýrurnar línólsýru<br />

(ómega-6) og alfa-línólensýru (ómega-3) en þær getur líkaminn <strong>ekki</strong> myndað sjálfur.<br />

Fjölómettaðar fitusýrur eru einnig nauðsynlegar byggingareiningar í frumu- og<br />

innanfrumuhimnum og gegna þar mikilvægu hlutverki (Shepard, 2003).<br />

Vítamín<br />

Vítamín eru næringarefni sem líkaminn þarfnast í litlu magni fyrir eðlilega líkamsstarfsemi<br />

og þeim má skipta í fituleysanleg og vatnsleysanleg vítamín. Fituleysanleg<br />

eru A-, D-, E- og K-vítamín og vatnsleysanleg C- og B- vítamín. A- og C-vítamín<br />

koma helst við sögu í sáragræðslu.<br />

A-vítamín er fituleysanlegt vítamín og stuðlar að viðhaldi þekjuvefs. Það<br />

örvar einnig frumuskiptingu fíbróblasta og bandvefsmyndun. Skortur á A vítamíni er<br />

óalgengur enda finnst það í flestum matartegundum og því þarf að varast ofneyslu<br />

þess. Stóra skammta af A-vítamíni þarf þó stundum að gefa sjúklingum sem fá stera<br />

því þeir veikja sáragræðslu. Þannig meðferð skal í mesta lagi standa yfir í 7 til 12 daga<br />

(Langemo o.fl., 2006; Posthauer, 2006). A-vítamín er í grænu, rauðu og gulu<br />

grænmeti, lifur, eggjum og mjólkurafurðum (Edmonds, 2007).<br />

C-vítamín er mikilvægt fyrir myndum bandvefs (collagens). Það hjálpar til við<br />

frásog járns og við efnaskipti margra amínósýra. Skortur á C-vítamíni minnkar virkni<br />

fíbróblasta og tefur bandvefsmyndun sem aftur seinkar græðslu og veldur veikleika í<br />

háræðum. Skortur getur einnig minnkað hæfileika líkamans til að berjast við<br />

sýkingar. Ber, sítrusávextir og dökkgrænt grænmeti innihalda C-vítamín (Edmonds,<br />

2007). E-vítamín hefur bólguhamlandi áhrif, hamlar bandvefsmyndun og eykur<br />

teygjanleika sára (Scholl og Langkamp-Henken, 2001). B-vítamín skiptist í nokkra<br />

undirflokka og gegnir mikilvægu hlutverki í orkuefnaskiptum. D-vítamín eykur upptöku<br />

kalks úr þörmum sem er mikilvægt fyrir tennur og bein. K-vítamín er nauðsynlegt<br />

fyrir myndun storkuþátta sem stuðla að blóðstorknun (Harris og Fraser, 2004).<br />

51<br />

50

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!