26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

31<br />

Fasta fyrir skurðaðgerð<br />

Eins og áður hefur komið fram er mikilvægt að starfsfólk sjái einhvern ávinning af<br />

því að innleiða og starfa eftir nýjum gagnreyndum vinnuleiðbeiningum. Þannig<br />

kynnti til dæmis Tudor (2006) mögulegan ávinning nýrra vinnuleiðbeininga um föstu<br />

fyrir skurðaðgerðir fyrir sjúklinga og starfsfólk. Samkvæmt leiðbeiningunum myndu<br />

sjúklingarnir fasta í styttri tíma og ættu því að finna fyrir minni aukaverkunum föstu<br />

svo sem þurrki, elektrólýtatruflunum, ógleði og uppköstum að aðgerð lokinni. Auk<br />

þess drægi úr andlegri vanlíðan því langdregin fasta getur valdið sjúklingum<br />

óþægindum, kvíða og pirringi. Samkvæmt Tudor stuðlar viðeigandi tímalengd að<br />

skjótari bata eftir aðgerð m.t.t. betri sáragræðslu, minni sýkingartíðni og aukinni<br />

vellíðan og sjúklingar munu þar af leiðandi útskrifast fyrr.<br />

Crenshaw og Winslow (2008) leggja til að fræðslu og kynningu á<br />

vinnuleiðbeiningum ASA verði haldið áfram. Þær mæla með því að fyrirmæli um<br />

föstu á tæran vökva verði rýmri, munur verði gerður á tærum vökva og fastri fæðu<br />

þegar fyrirmæli um föstu eru gefin og að þeir sjúklingar sem áætlaðir eru í aðgerð<br />

síðla dags fái tæran vökva eða léttan morgunverð að morgni aðgerðardags. Þær<br />

leggja einnig áherslu á mikilvægi þess að fræða sjúklinga um verklagsreglur um föstu<br />

og benda á að sjúklingarnir séu mögulega mikilvægustu hl<strong>ekki</strong>rnir í því að breytingar<br />

eigi sér stað. Sjúklingar sem eru á leið í aðgerð síðla dags ættu sjálfir að biðja um létta<br />

máltíð og tæran vökva að morgni.<br />

UMRÆÐUR OG ÁLYKTANIR<br />

Eftir lestur rannsókna og gagnreyndra vinnuleiðbeininga um föstu fyrir skurðaðgerðir<br />

leikur enginn vafi á því að hin almenna vinnuregla sem ennþá tíðkast víða<br />

um föstu frá miðnætti, bæði á fasta fæðu og tæra vökva, er úrelt. Auk þess er mun<br />

líklegra er að sjúklingar séu látnir fasta of lengi fyrir aðgerð en of stutt. Fjölmargar<br />

rannsóknir hafa sýnt fram á að löng fasta þjónar <strong>ekki</strong> hagsmunum sjúklings. Þvert á<br />

móti getur það leitt til margvíslegra lífeðlisfræðilegra einkenna sem valda þeim<br />

verulegum óþægindum. Sýnt hefur verið fram á að neysla tærra drykkja eykur hvorki<br />

magn né sýrustig magainnihalds. Áhættan á bakflæði magainnihalds niður í lungu er<br />

því <strong>ekki</strong> aukin með inntöku tærra vökva allt að tveimur klukkustundum fyrir<br />

skurðaðgerð. Rannsóknir hafa að auki sýnt að sjúklingum líður mun betur samhliða<br />

föstu ef þeir fá að drekka tæra vökva allt að tveimur klukkustundum fyrir aðgerð og<br />

slíkt getur dregið úr ógleði að aðgerð lokinni.<br />

Þrátt fyrir að vinnuleiðbeiningar sem byggja á gagnreyndri þ<strong>ekki</strong>ngu um<br />

styttri föstu fyrir skurðaðgerðir séu til staðar á Landspítala, tíðkast langvarandi föstur<br />

víða innan spítalans. Eins og fram hefur komið var tímalengd föstu fyrir skurðaðgerð<br />

á einni legudeild Landspítala mun lengri en gagnreyndar leiðbeiningar segja til<br />

um. Sjúklingarnir voru fastandi, bæði á mat og drykk, að meðaltali í 12,3 klukkustundir<br />

fyrir aðgerð, en meirihlutinn (89%) fastaði í 10 klukkustundir eða lengur.<br />

Sjúklingunum var sagt að fasta frá miðnætti, aðfaranótt aðgerðardags, óháð því<br />

hvenær aðgerð var áætluð. Töluverður hluti sjúklinganna tjáði óþægindi sökum<br />

33<br />

32

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!