26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

163<br />

Samvinna<br />

að hjúkrunarfræðingarnir fengju upplýsingar frá læknunum um eðli og innihald<br />

upplýsingagjafar til sjúklinga. Þetta gerir hjúkrunarfræðingum erfitt um vik þegar<br />

kemur að því að ræða frekar við sjúklinga um gang mála. Í þessari rannsókn var<br />

einnig skoðað mat sjúklinga á gæðum upplýsinga og reyndust yfir 20% óánægðir<br />

með upplýsingar um áhættu og ávinning af rannsóknum og meðferð. Höfundar<br />

ályktuðu sem svo að ánægja sjúklinga myndi aukast ef hlutverk mismunandi fagstétta<br />

væru skýr og að skortur á samvinnu hefði neikvæð áhrif á gæði umönnunar.<br />

Til að greina samvinnu og samskipti hjúkrunarfræðinga og lækna betur hafa<br />

rannsakendur sundurgreint þá þ<strong>ekki</strong>ngu sem snýr að hjúkrun sjúklinga, meðal<br />

annars til að sjá hvort og þá hver skörun stéttanna er. Liaschenko og Fisher (1999)<br />

greindu þá þ<strong>ekki</strong>ngu, sem felur í sér „að þekkja sjúklinginn“, í þrennt: „tilfellið“,<br />

„sjúklinginn“ og „einstaklinginn“. Þrátt fyrir að rannsóknin hafi einungis náð til<br />

hjúkrunarfræðinga vilja höfundar meina að greining þeirra eigi bæði við um<br />

hjúkrunarfræðinga og lækna. Til þ<strong>ekki</strong>ngar á „tilfellinu“ teljast þær upplýsingar sem<br />

fást frá líffærafræði, lífeðlisfræði, meinefnafræði og svo framvegis. Greining og<br />

meðferð sjúkdóma sem er í höndum lækna fellur að mestu í þennan ramma. Þar<br />

sem hjúkrunarfræðingar fylgjast með og meta árangur meðferðar þá fer vinna<br />

hjúkrunarfræðinga einnig hér fram. Þ<strong>ekki</strong>ng á „sjúklingnum“ snýr að sjúklingnum<br />

sjálfum og hvernig hann bregst við meðferð og upplifir sjúkdóminn. Segja má að<br />

vinna hjúkrunarfræðinga sé mest í þessum ramma. Mikla næmni þarf til að greina og<br />

þekkja sérkenni sjúklinga. Hér reynir því bæði á fagþ<strong>ekki</strong>ngu og klínískt innsæi.<br />

Þ<strong>ekki</strong>ng á „einstaklingnum“ fæst í gegnum sögu einstaklingsins og hvað tiltekinn<br />

hlutur þýðir fyrir tiltekinn einstakling.<br />

Stein-Parbury og Liaschenko (2009) notuðu þessa greiningu á upplýsingasöfnun<br />

til að dýpka skilning á samvinnu lækna og hjúkrunarfræðinga. Þannig notuðu<br />

þær greininguna til að átta sig á samspili þ<strong>ekki</strong>ngar og vinnu og mikilvægi þess að<br />

þekkja sjúklinginn. Þær fylgdust með sjúklingum á gjörgæsludeild sem sýndu merki<br />

þess að vera ruglaðir og með því að nota þessa greiningu á þ<strong>ekki</strong>ngu náðu þær að<br />

greina hvaða upplýsingar um sjúklinginn hjúkrunarfræðingar og læknar nota við<br />

greiningu á rugluðum einstaklingi. Í ljós kom að læknar notuðust við upplýsingar úr<br />

rannsóknaniðurstöðum svo sem blóðprufum og klínískum prófum sem kanna meðvitundarástand<br />

sjúklinga. Auk klínískra prófa nálguðust hjúkrunarfræðingar sjúklinginn<br />

með því að tala við hann og notast við fyrri upplýsingar um hann, þ.e. áður<br />

en sjúklingurinn varð ruglaður. Samvinna þessara stétta varð árangursríkust þegar<br />

þær skiptust á upplýsingum um sjúklinginn á grunni „tilfellisins“. Hins vegar var<br />

samvinnan árangurslítil þegar læknar töldu áhyggjur hjúkrunarfræðinganna ástæðulausar<br />

þar sem þeir sáu sjálfir engin merki um ruglástand sjúklings. Þessar niðurstöður<br />

sýna ólíkar leiðir stéttanna við ákvarðanatöku og hvernig samvinna og samskipti<br />

þessara stétta er mikilvæg þegar kemur að umönnun sjúkra.<br />

165<br />

164

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!