26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

35<br />

DÍANA DRÖFN HEIÐARSDÓTTIR<br />

Er þinn sjúklingur í hættu á vannæringu? Hlutverk<br />

hjúkrunarfræðinga í næringarmeðferð eldri sjúklinga sem<br />

fara í kransæðahjáveituaðgerð<br />

INNGANGUR<br />

Það hefur lengi verið þekkt vandamál hversu illa sjúklingar nærast á sjúkrahúsum og<br />

skrifar Florence Nightingale (1969) um vandann í bók sinni Notes on Nursing árið<br />

1860. Þar bendir hún hjúkrunarkonum á að huga betur að næringarástandi sjúklinga<br />

sinna því á eftir öndun sé næring mikilvægust af öllu. Þegar veikindi bera að og<br />

líkaminn þarf að takast á við sjúkdóma eða gróa eftir slys eða aðgerðir gegnir næring<br />

lykilhlutverki í bata. Að meta næringarþörf og næringarinntekt sjúklinga er hluti af<br />

daglegum störfum hjúkrunarfræðinga sem og að veita þeim hjálp við að nærast sem<br />

best (Pedersen, 2005; DiMaria-Ghalili, 2002 og 2004).<br />

Vannæring er algengt vandamál sjúklinga á spítölum enn þann dag í dag og<br />

eru aldraðir einstaklingar þar sérstaklega í áhættu (Ingibjörg Hjaltadóttir o.fl., 2007;<br />

Jensen, 2008). Þekktir fylgikvillar vannæringar hjá sjúklingum sem fara í skurðaðgerðir<br />

eru hægari sáragræðsla, aukin sýkingartíðni, minnkuð mótstaða og skerðing<br />

á starfsemi líffæra auk þess sem dánartíðni þeirra er hærri en annarra. Afleiðingarnar<br />

verða aukakostnaður vegna lengri sjúkrahúslegu, auknar líkur eru á endurinnlögnum<br />

og síðast en <strong>ekki</strong> síst skerðast lífsgæði sjúklinganna (Dickinson o.fl. 2007; Kowanko<br />

o.fl., 2001; Jensen, 2008; O’Regan, 2009). Því er til mikils að vinna að greina<br />

tímanlega vannæringu eða hættu á vannæringu hjá sjúklingum sem eru að fara í<br />

skurðaðgerðir og bregðast við með viðeigandi hætti. Hjúkrunarfræðingar á legudeildum<br />

eru í einstakri aðstöðu til að sinna því hlutverki og ábyrgð þeirra á næringarmeðferð<br />

sjúklinga er ótvíræð.<br />

Tilgangur þessa kafla er að fjalla um næringu aldraðra á sjúkrahúsum með<br />

sérstakri áherslu á kransæðasjúklinga sem og hlutverk hjúkrunarfræðinga í að meðhöndla<br />

og/eða fyrirbyggja vannæringu. Ennfremur verður fjallað um stöðu þessara<br />

mála á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala og greint frá mati á næringarástandi<br />

sex inni<strong>liggja</strong>ndi sjúklinga sem lágu á deildinni einn dag í apríl árið 2009. Við matið<br />

var notað skimunartæki sem upphaflega kemur frá Elmore o.fl. (1994) en síðan var<br />

þróað frekar og staðfært af Ingu Þórsdóttur og félögum (Thorsdottir o.fl., 1999). Því<br />

er ætlað er að greina líkur á vannæringu inni<strong>liggja</strong>ndi sjúklinga á fullorðinsdeildum og<br />

meta þörf þeirra fyrir næringarráðgjöf.<br />

37<br />

36

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!