26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

89<br />

Sesselja Jóhannesdóttir<br />

Austurlandabúar, t.d. Kínverjar, hafa lengi notað óhefðbundnar læknisaðferðir<br />

eins og nudd, annaðhvort einar sér eða ásamt hinum hefðbundnu vestrænu.<br />

Vesturlandabúar hafa smám saman verið að vakna til vitundar um kosti óhefðbundinna<br />

aðferða og hefur notkun þeirra aukist mjög undanfarin ár. Í skýrslu Heilbrigðisráðuneytisins<br />

frá árinu 2003 kemur fram að vísbendingar séu um að íslenskir hjúkrunarfræðingar<br />

og læknar ræði sjaldan um óhefðbundna meðferð við sjúklinga sína og<br />

óhefðbundin meðferð sé lítið sem ekkert samþætt hinni hefðbundnu, ólíkt því sem víða<br />

hefur átt sér stað í hinum vestræna heimi. Það er þekkt að heilbrigðisstéttir nýta sér<br />

ákveðnar aðferðir óhefðbundinnar meðferðar í störfum sínum hér á landi en umfang<br />

þeirrar starfsemi hefur verið óljóst. Í stefnu lyflækningasviðs <strong>II</strong> á Landspítala um viðbótarmeðferð<br />

(Þóra Jenný Gunnarsdóttir o.fl., 2008) kemur fram að á sviðinu hefur<br />

þrenns konar viðbótarmeðferð verið í boði undanfarin ár, slökun, gönguhópar og<br />

nudd. Á árunum 1994-2003 starfaði nuddfræðingur á sviðinu sem veitti svæðanudd,<br />

slökunarnudd, sogæðanudd og partanudd, í samtals 3420 meðferðartímum. Ástæður<br />

fyrir beiðni, sem komu flestar frá hjúkrunarfræðingum, voru oftast kvíði, ósk um<br />

slökun, verkir og vanlíðan. Skráður árangur var m.a. slökun og betri svefn.<br />

Skurðlækningasvið Landspítala hefur <strong>ekki</strong>, svo höfundur viti til, látið athuga notkun<br />

viðbótarmeðferðar og <strong>ekki</strong> gefið út neina stefnu varðandi slíkt.<br />

Rannsóknir á nuddi<br />

NUDDMEÐFERÐ<br />

Eins og áður hefur verið minnst á eru áhrif viðbótarmeðferðar á svefn lítið rannsökuð<br />

og áhrif nudds eingöngu enn minna. Richards og samstarfmenn (2003) fundu aðeins sjö<br />

rannsóknir á bráðveikum sjúklingum og aðeins ein þeirra var um nudd. Hins vegar<br />

kemur fram í mörgum rannsóknum á nuddi að einn af kostum þess sé að það er<br />

svæfandi án þess að verið sé að rannsaka það sérstaklega (Ejindu, 2007). Flestar<br />

rannsóknir á nuddi beinast að áhrifum á krabbameinsverki (Wang og Keck, 2004) og<br />

sýna marktæka minnkun á verkjum. Hendur og fætur eru góð nuddsvæði vegna fjölda<br />

taugaviðtaka sem örva taugaþræði til að draga úr verkjum. Ósjálfráð viðbrögð, eins og<br />

hægari púls, lægri blóðþrýstingur og hægari öndun, hafa verið notuð sem mælikvarði á<br />

slökunaráhrif í rannsóknum á nuddi hjá krabbameinssjúklingum. Fáar rannsóknir eru til<br />

um áhrif nudds á verki og ósjálfráð viðbrögð eftir skurðaðgerðir.<br />

Ég leitaði fyrst og fremst að rannsóknum á áhrifum nudds á svefn og lífsmörk<br />

en vegna þess hve ég fann fáar bætti ég við slökunarárhrifum. Aðeins fundust átta<br />

rannsóknir (sjá töflu 1.) 10 ára og yngri en af þeim var aðeins ein rannsókn um áhrif<br />

nudds á bæði svefn og lífsmörk (Ejindu, 2007). Ég reyndi að finna rannsóknir á<br />

91<br />

90

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!