26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

145<br />

Sigfríður Héðinsdóttir<br />

Það er hlutverk hjúkrunarfræðinga að mynda góð tengsl við hinn aldraða til þess<br />

að geta aðstoðað hann sem best við að greina frá verkjum sínum svo veita megi sem<br />

besta verkjameðferð og beita til þess samblandi af meðferð með og án lyfja. Ég er<br />

sammála ályktun Ardery o.fl. (2003) að líklegra sé að heilbrigðisstarfsfólk geti linað<br />

verki aldraðra þegar verkir eru metnir reglulega, verkjameðferð með og án lyfja beitt<br />

og árangur meðferðarinnar metinn. Með því að flokka verkinn sem fimmta lífsmarkið<br />

og hafa betri þ<strong>ekki</strong>ngu á klínískri birtingu hans getur það leitt til betri<br />

árangurs í verkjameðferð aldraðra (Lynch, 2001).<br />

Mitt mat er að í heildina hafi meðferðin komið sjúklingunum að gagni. Allir<br />

sjúklingarnir voru fúsir til að taka þau lyf sem þeim voru boðin ásamt því að þiggja<br />

viðbótarmeðferð. Það sem vó þungt í þessari verkjameðferð og má segja að hafi<br />

staðið upp úr, var notkun kælibakstra. Þá nýttu sjúklingarnir sér í ríkum mæli og<br />

höfðu á orði hve góð þeim þætti verkjalinun þeirra. Þessari viðbótarmeðferð var<br />

<strong>ekki</strong> svo mikill gaumur gefinn í þeim rannsóknum sem kannaðar voru. Það er<br />

athyglisvert þar sem viðbótarmeðferð er sérstaklega mikilvæg fyrir aldraða vegna<br />

þess að slíkum aðferðum fylgja litlar aukaverkanir í samanburði við lyfjameðferð<br />

(Cavalieri, 2007).<br />

Að mínu áliti þarf að efla fræðslu heilbrigðisstarfsfólks varðandi verkjameðferð<br />

aldraðra, til dæmis með reglulegum stuttum fræðsluerindum um verkjamat og<br />

verkjalyfjanotkun og fræða um lífeðlisfræðilegar öldrunarbreytingar og<br />

verkjameðferð án lyfja, sem væri í samræmi við niðurstöður Prowse (2007).<br />

Árangursrík verkjameðferð er mikilvæg fyrir þennan aldurshóp, <strong>ekki</strong> bara af<br />

mannúðarástæðum heldur einnig vegna þess að vanmeðhöndlaðir verkir geta valdið<br />

fylgikvillum og heilsubresti sem jafnvel getur leitt til dauða. Hjúkrunarfræðingar eru<br />

málsvarar sjúklingsins í verkjameðferðinni. Þeir eru sú stétt sem er ábyrg fyrir<br />

verkjamati, gjöf verkjalyfja og að meta gæði verkjastillingar aldraðra. Þeir hafa því<br />

mikil áhrif á hvort meðferð verður árangursrík fyrir sjúklinga og þurfa að geta axlað<br />

þessa ábyrgð af kunnáttu og skilningi á séreinkennum þessa hóps.<br />

HEIMILDIR<br />

Anna Gyða Gunnlaugsdóttir (2006). Hjúkrunarfræðilegt mat á verkjum. Í Helga Jónsdóttir<br />

(ritstj.2), Frá innsæi til inngripa. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 19-39.<br />

Antall, G.F., og Kresevic, D. (2004). The use of guided imagery to manage pain in an elderly<br />

orthopaedic population. Orthopaedic Nursing, 23(5), 335-340.<br />

Ardery, G., Herr, K.A., Titler, M.G., Sorofman, B.A. og Schmitt, M.B. (2003). Assessing and<br />

managing acute pain in older adults: A research base to guide practice. Medsurg Nursing,<br />

12(1), 7-18.<br />

Bergh, I., Jakobsson, E., Sjöström, B. og Steen, B. (2005). Ways of talking about experiences of<br />

pain among older patients following orthopaedic surgery. Journal of Advanced Nursing,<br />

52(4), 351-361.<br />

Brown, D. (2004). A literature review exploring how healthcare professionals contribute to the<br />

assessment and control of postoperative pain in older people. International Journal of<br />

147<br />

146

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!