26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

63<br />

Sigurbjörg Valsdóttir<br />

einnig ef sjúklingum var snúið sjaldan og ef notuð var innri ósæðardæla (intra-aortic<br />

balloon pump, IABP) eftir aðgerð.<br />

FYRIRBYGGJANDI MEÐFERÐ GEGN MYNDUN ÞRÝSTINGSSÁRA<br />

Þegar rannsóknir á fyrirbyggingu þrýstingssára eru kannaðar má sjá að hjúkrunarmeðferð<br />

beinist yfirleitt að notkun góðrar dýnu, hreyfingu, hagræðingu sjúklings eða<br />

næringu. Mælt er með að nota þrýstingsjafnandi dýnu fyrir sjúkling sem liggur lengi í<br />

sömu stellingunni og þegar rúm<strong>liggja</strong>ndi sjúklingi er hagrætt er æskilegt að nota púða til<br />

að styðja við hann án tillits til þeirrar dýnu sem hann liggur á (Padula o.fl., 2008). Í<br />

klínískum leiðbeiningum frá Kanada og Íslandi er mælt með að sjúklingi í mikilli hættu<br />

sé snúið eða hægrætt á tveggja klukkustunda fresti eða oftar til að koma í veg fyrir sár<br />

(Registered Nurses Association of Ontario, 2005; Guðrún Sigurjónsdóttir, 2008). Liggi<br />

sjúklingur á baki er mælt með að hafa höfuðgafl <strong>ekki</strong> hærri en í 30° eða miða við 30°<br />

hliðarlegu til að vernda svæði yfir beinum, svo sem mjöðmum og ökklum (Turpin og<br />

Pemberton, 2006). Einnig þarf að vernda og viðhalda heilli húð, halda henni hreinni og<br />

hlífa við raka frá líkamsvessum, svo sem hjá sjúklingum sem <strong>ekki</strong> stjórna þvaglátum eða<br />

hægðum (Padula o.fl., 2008).<br />

Defloor og félagar (2005) könnuðu áhrif fjögurra mismunandi vinnuferla á tíðni<br />

þrýstingssára hjá 838 sjúklingum. Vinnuferlarnir miðuðust við að snúa þeim sjúklingum,<br />

sem lágu á hefðbundinni sjúkrahúsdýnu (svampdýnu), á tveggja eða þriggja klukkustunda<br />

fresti annars vegar, eða snúa þeim sjúklingum, sem lágu á þrýstijöfnunardýnu, á<br />

fjögurra eða sex klukkustunda fresti hins vegar. Sá hópur, sem kom marktækt best út og<br />

var með fæst þrýstingssár, var hópurinn sem lá á þrýstijöfnunardýnu og snúið var á<br />

fjögurra klukkustunda fresti. Sá hópur, sem lá á hefðbundinni sjúkrahúsdýnu og var<br />

snúið á tveggja klukkustunda fresti, fékk færri þrýstingssár en sá hópur sem var snúið á<br />

þriggja klukkustunda fresti. Þá hefur verið skoðaður árangur þess að snúa sjúklingi á<br />

tveggja og fjögurra klukkustunda fresti annars vegar og á fjögurra klukkustunda fresti<br />

hins vegar. Allir lágu á þrýstijöfnunardýnu. Sjúklingarnir í fyrrnefnda hópnum lágu í<br />

tvær klukkustundir á annarri hliðinni, fjórar klukkustundir á bakinu og svo aftur í tvær<br />

klukkustundir á hinni hliðinni. Þar sem mælingar hafa sýnt að þrýstingurinn, sem myndast<br />

á húð, er hærri í hliðarlegu en í baklegu má ætla að árangur meðferðar yrði betri ef<br />

sjúklingur er látinn <strong>liggja</strong> í fjórar klukkustundir á bakinu og tvær klukkustundir í hliðarlegu.<br />

Niðurstöður bentu til að það að snúa sjúklingi oftar leiddi <strong>ekki</strong> endilega til færri<br />

þrýstingssára og telst slíkt því <strong>ekki</strong> árangursríkari meðferð (Vanderwee, Grypdonck,<br />

Bacquer, 2007). Höfundar telja að tvær aðrar aðferðir hefðu verið mögulegar til að<br />

fækka sárum. Í fyrsta lagi hefði mátt hefja fyrr aðra fyrirbyggjandi meðferð eða skoða<br />

aðra áhættuþætti. Í öðru lagi hefði mátt íhuga notkun loftdýnu sem hefur gefið góða<br />

raun til að hindra þrýstingssár.<br />

65<br />

64

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!