26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

158<br />

Ingibjörg Ósk Guðmundsdóttir<br />

Læknar og hjúkrunarfræðingar eru fjölmennustu heilbrigðisstéttirnar og eiga<br />

því í miklum daglegum samskiptum (Rothstein og Hannum, 2007). Samvinna þeirra<br />

er margbrotið víxlverkandi ferli þar sem daglega er tekist á við flókin vandamál sem<br />

<strong>ekki</strong> er alltaf auðvelt að finna lausn á. Þrátt fyrir að vinna mikið og þétt saman eru<br />

samskipti og samvinna milli lækna og hjúkrunarfræðinga <strong>ekki</strong> alltaf auðveld né greið.<br />

Rannsóknir og reynsla heilbrigðisstarfsfólks bendir til þess að samstarf virki vel (sjá<br />

töflu 1), en samt eru árangursrík samskipti <strong>ekki</strong> stunduð öllum stundum. Hver er<br />

ástæðan? Bent hefur verið á sögu heilbrigðisstétta, hefðbundin kynhlutverk og<br />

virðingarröð þar sem læknar eru efstir í þeirri röðun.<br />

Tafla 1. Ávinningur samstarfs fyrir sjúklinga og meðferðaraðila<br />

Fyrir sjúkling<br />

Fyrir meðferðaraðila<br />

Aukin gæði umönnunar Aukin sameiginleg ábyrgð<br />

Aukin ánægja<br />

Deila frekar með sér sérþ<strong>ekki</strong>ngu<br />

Lægri dánartíðni<br />

Vandamál frekar leyst þannig að flestir séu sáttir<br />

Bætt niðurstaða í sjúkdómsferli Aukin persónuleg ánægja<br />

Upplifir sig öruggari, að betur Aukin gæði í faglegu lífi<br />

sé hugsað um sig og nánari Aukið gagnkvæmt traust og virðing<br />

tengsl við hjúkrunarfræðinga Víkkar sjóndeildarhringinn<br />

Dregur úr „ofmeðferð“ en tryggir jafnframt að<br />

flestum þáttum sé sinnt<br />

Aukin tjáskipti<br />

Eflir meðferðaraðila í að hafa áhrif á<br />

stefnumótun í heilbrigðismálum innan stofnunar<br />

sem og utan<br />

Heimild: Hanson, C.M. og Spross, J.A. (2005). Collaboration. Í Hamric, A.B., Spross, J.A. og<br />

Hanson, CM. (ritstj.) Advanced Nursing Practice. An Integrative approach, Missouri: Elsevier Saunders,<br />

bls. 346<br />

Saga þessara fagstétta er ólík. Hjúkrunarfræðin eins og við þekkjum hana í<br />

dag á rætur sínar í umönnunarstarfi þeirra sem hugsuðu um og hlúðu að veikum og<br />

þeim sem <strong>ekki</strong> gátu hugsað um sig sjálfir. Hjúkrun miðar að því að aðstoða<br />

einstaklinga og nánustu aðstandendur þeirra við að stuðla að vellíðan og efla heilsu<br />

(Kristín Björnsdóttir, 2005). Í læknisfræðinni er hins vegar aðal áherslan á að greina,<br />

lækna og meðhöndla sjúkdóma.<br />

Hjúkrunarstarfið hefur í gegnum tíðina talist til kvennastarfa og mótaðist að<br />

nokkru leyti af þeim hugmyndum sem voru ríkjandi um eðli og stöðu kvenna á 19.<br />

öld. Þá var það talin ein af mikilvægustu skyldum kvenna að hlúa að þeim veiku og<br />

þeim sem minna máttu sín. Læknisfræðin hefur á hinn bóginn verið talið karlastarf<br />

og þar sem ákvörðun sjúkdómsmeðferðar er og hefur verið í höndum lækna hefur<br />

stétt þeirra haft yfirráð og forræði hennar í höndum sér. Þannig virðist vald lækna<br />

spretta upp af félagslegum og þ<strong>ekki</strong>ngarlegum grunni.<br />

160<br />

159

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!