26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

188<br />

Heiða Hringsdóttir og Sólveig Tryggvadóttir<br />

• Ræða við konu og aðstandendur um hugsanlega eftirmeðferð (geisla-<br />

• og /eða lyfjameðferð) og hugsanlegar aukaverkanir<br />

• Meta kvíða konu og aðstandenda varðandi framhaldsmeðferð á DT-kvarða,<br />

vísa á viðeigandi sérfræðinga ef >3 stig<br />

• Kynna íbúðir Rauða kross Íslands (RKÍ) á Akureyri og Reykjavík ef við á<br />

• Veita upplýsingar um byrjunarbrjóst, gervibrjóst og brjósthaldara. Tryggja að<br />

konan hafi fengið vottorð til að senda Tryggingastofnun (TR) vegna<br />

gervibrjósts<br />

Hjúkrunarferli<br />

Höfundar hafa nú sett fræðsluáætlunina, sem byggist á þremur meginþemum, inn í<br />

hjúkrunarferlið, undir hjúkrunargreiningunni, undirbúningur útskriftar, sjá mynd 2.<br />

Hjúkrunarferli er margþætt ferli með það markmið að veita sjúklingi einstaklingshæfða<br />

hjúkrun. Hjúkrunarferlið er ákveðið skipulagsform hjúkrunar sem byggist á<br />

upplýsingum sem safnað hefur verið saman um einstaklinginn. Eftir að upplýsinga<br />

hefur verið aflað með viðtali, skoðun og öðru tekur við greiningarferli (Gordon,<br />

1994). Hjúkrunarferli þessara kvenna felur að sjálfsögðu í sér margs konar<br />

hjúkrunargreiningar, má þar nefna breytta líkamsímynd, verki, kvíða og skerta líkamlega<br />

hreyfigetu. Við tökum einungis til endurskoðunar eina hjúkrunargreiningu er<br />

snýr að undirbúningi útskriftar.<br />

Samkvæmt tilmælum frá Landlæknisembættinu skal nota NANDA flokkunarkerfið<br />

við skráningu hjúkrunargreininga og NIC flokkunarkerfið (McCloskey og<br />

Bulechek, 2000) við skráningu hjúkrunarmeðferðar. Þegar notuð er stöðluð<br />

hjúkrunarskráning skal gera áætlunina einstaklingsmiðaða. Áætlun um útskrift<br />

sjúklings af sjúkrahúsi skal <strong>liggja</strong> fyrir svo fljótt sem auðið er (Ásta S. Thoroddsen,<br />

2002). Við ætlum að virkja þessa hjúkrunargreiningu strax á innritunarmiðstöð.<br />

Hjúkrunarmeðferð og mat á árangri<br />

Markmiðið með því að bæta útskriftaráætlun sjúklinga, sem gangast undir skurðaðgerð<br />

á brjósti vegna krabbameins, er að bæta þá hjúkrunarmeðferð sem þessi<br />

sjúklingahópur fær. Að höfðu samráði við deildarstjóra og hjúkrunarfræðinga á H-<br />

deild FSA hafa höfundar unnið að því að bæta útskriftaráætlun fyrir konur sem fara í<br />

aðgerð á brjósti vegna krabbameins. Nýtt hjúkrunarferli með nýrri hjúkrunarmeðferð<br />

hefur þó <strong>ekki</strong> verið formlega samþykkt en það ferli er í vinnslu.<br />

Á undanförnum mánuðum hafa höfundar beitt nýrri hjúkrunarmeðferð í<br />

útskriftaráætlun fyrir konur með krabbamein í brjósti sem farið hafa í skurðaðgerð á<br />

FSA. Alls hafa fimm konur innan þessa sjúklingahóps hlotið meðferð samkvæmt<br />

nýrri útskriftaráætlun. Höfundar sáu <strong>ekki</strong> ástæðu til að láta konurnar vita af því að<br />

um nýja hjúkrunarmeðferð væri að ræða því iðulega er verið að breyta og bæta þá<br />

meðferð sem hjúkrunarfræðingar beita í sínu starfi. Töldu höfundar það geta haft<br />

áhrif á viðbrögð sjúklinganna að vita að þeir væru þátttakendur í tilraunaverkefni.<br />

190<br />

189

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!