26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

105<br />

Ásta Júlía Björnsdóttir<br />

Lýsing á hreyfingum handa sem nota skal í nuddinu:<br />

Þrýstingur/núningur. Gómar fingra og þumla eru notaðir til að búa til léttan,<br />

beinan þrýsting á mjúkvef undir húð. Hreyfingin er hæg og taktföst.<br />

Strokur. Hnúar handa eru notaðir til að strjúka il með hreyfingu upp og niður.<br />

Hnoð. Vísifingur og þumalfingur eru notaðir til að hnoða hæl og ökkla (Malkin,<br />

1994)<br />

Tafla 3 lýsir í hverju undirbúningur meðferðarinnar felst.<br />

Tafla 3. Undirbúningur fóta- og handanuddmeðferðar<br />

1. Bjóða sjúklingi nudd og útskýra tilgang nuddsins fyrir honum.<br />

2. Meta hendur og fætur og athuga hvort eitthvað er til fyrirstöðu að sjúklingur<br />

fái nudd. Ekki nudda ef sjúklingur er með blóðtappa í fæti, húðrof,<br />

brunasár, blæðingar og marbletti í húð, hita, sýkingu, bjúg, alvarlega<br />

gigtverki og í óstöðugu ástandi frá hjarta- og æðakerfi.<br />

3. Athuga hvort sjúklingur er með nál á handarbaki og hvar skurður er á fæti.<br />

4. Gefa verkjalyf ef sjúklingur er með verki, veita nudd innan 4 klst frá<br />

verkjalyfjagjöf.<br />

5. Taka fótagafl af og sitja á stól meðan nuddað er.<br />

6. Hagræða sjúklingi og skapa rólegt umhverfi (dempa ljós, setja miða á hurð).<br />

7. Hvetja sjúkling til að slaka á, njóta nuddsins og tala sem minnst.<br />

8. Hafa við hendina lyktarlausa olíu eða krem. Hafa lítið handklæði við<br />

hendina.<br />

9. Nuddari tæmir hugann, einbeitir sér að sjúklingi og reynir að slaka á.<br />

FIMM SJÚKLINGUM VEITT FÓTA- OG HANDANUDDMEÐFERÐ<br />

Til að prófa aðferðina, sem lýst var hér á undan, voru valdir fimm karlkyns CABGsjúklingar<br />

sem allir höfðu farið í aðgerð einum eða tveimur dögum áður. Valið fór<br />

fram í fullu samráði við deildarstjóra og sjúklinga, en um var að ræða nuddmeðferð<br />

sem er oft beitt á deildinni þótt það hafi verið gert ómarkvisst. Við val á<br />

einstaklingum var miðað við að þeir væru 20 ára og eldri, með fulla meðvitund, gætu<br />

skilið bæði skrifaðar og munnlegar leiðbeiningar og gætu tjáð sig með orðum um<br />

styrk verkja og þjáningu sem þeim fylgdu. Miðað var við að innan við 5 dagar væru<br />

liðnir frá aðgerð en á þeim tíma má búast við að sjúklingar finni til mestu verkjanna.<br />

Grunnupplýsingar, eins og aldur, tegund aðgerðar og gangur eftir aðgerð, voru<br />

fengnar úr gögnum sjúklings. Afla þurfti upplýsinga um ástand sjúklings rétt áður en<br />

hann fékk nuddið. Athugað var sérstaklega hvort sjúklingur var á lyfjum sem hafa<br />

áhrif á hjarta, æðakerfi eða öndunarfæri því lyfin hefðu hugsanlega getað haft áhrif á<br />

107<br />

106

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!