26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

170<br />

Ólöf Guðrún Ásbjörnsdóttir<br />

fjallað um krabbamein í brjóstum og brjóstauppbyggingar almennt en fáar greinar<br />

fundust um ánægju og lífsgæði kvenna eftir enduruppbyggingu brjósta. Því er íslenska<br />

rannsóknin kærkomin viðbót.<br />

ENDURSKÖPUN Á BRJÓSTUM VEGNA KRABBAMEINS<br />

Endursköpun brjósta er ferli sem miðar að því að bæta lífsgæði kvenna er misst hafa<br />

brjóst vegna brjóstnáms í kjölfar krabbameins og til að hjálpa þeim að sætta sig við<br />

greiningu og meðferð krabbameinsins (Harcourt og Rumsey, 2001). Endursköpunarferlið<br />

felur í sér val á mismunandi tegundum skurðaðgerða er miða að því að gera<br />

brjóstnámssvæðið sem líkast brjósti að nýju (Abu-Nab og Grunfeld, 2007). Þegar konan<br />

hefur ákveðið að gangast undir endursköpun á brjóstum með skurðaðgerð er vert að<br />

huga að ólíkum tegundum aðgerða. Yfirleitt er um þrjár mismunandi leiðir að ræða.<br />

Endursköpun með TRAM flipa (transverse rectus abdominis musculocutaneous flap), LD flipa<br />

(latissimus dorsi flap) með eða án sílikon/saltvatnspúða eða endursköpun einungis með<br />

innsettum púðum.<br />

Endursköpun með TRAM flipa felst í því að vöðvi á neðanverðum kviðvegg er<br />

fluttur á brjóstsvæðið ásamt meðfylgjandi fitu og húð (Abu-Nab og Grunfeld, 2007;<br />

Pipps ofl, 1999; Wolf, 2004). Þessi tegund aðgerðar er oftast talin gefa brjóstinu sem<br />

eðlilegast útlit og sjaldnast þarf að setja sílikon eða saltvatnspúða með í brjóstabunguna.<br />

Þá er <strong>ekki</strong> alltaf nauðsynlegt að laga hitt brjóstið í leiðinni og útlitið á því helst með<br />

auknum aldri og þyngdarbreytingum. Gallarnir við þessa tegund uppbyggingar eru helst<br />

þeir að þetta er erfið aðgerð sem tekur langan tíma og aukin hætta er á að hluti af flipanum<br />

drepist (1/10 tilfella). Einnig veikist kviðveggurinn mikið við þessa aðgerð og<br />

hætta á kviðsliti eykst (Harcourt og Rumsey, 2001; Svanheiður L. Rafnsdóttir o.fl.,<br />

2009).<br />

Endursköpun með LD flipa eða bakfellsflipa er sú flipaaðgerð sem oftast er<br />

notuð á Íslandi í dag. Felst sú aðgerð í því að láréttur vöðvi frá baki ásamt meðfylgjandi<br />

fitu og húð er fluttur til brjóstsvæðisins. Örið á bakinu verður þá falið undir brjóstahaldara<br />

eftir aðgerð. Oftast þarf að nota sílikonpúða sem uppfyllingu í þessari tegund<br />

aðgerðar (Abu-Nab og Grunfeld, 2007; Phipps o.fl., 1999; Svanheiður L. Rafnsdóttir<br />

o.fl., 2009; Wolf, 2004). Einnig er mögulegt að byggja upp brjóstið með vöðvaflutningi í<br />

sömu aðgerð og brjóstnámið (Abu-Nab og Grunfeld, 2007; Thomson o.fl., 2008). Það<br />

eru þó <strong>ekki</strong> allar konur sem geta nýtt sér þessa tegund aðgerðar því eftirmeðferðin ræðst<br />

af stigun krabbameinsins, þ.e. hvort konan þurfi að gangast undir geisla og/eða<br />

lyfjameðferð eftir brjóstnámið. Í þessari tegund aðgerðar er brjóstvefurinn fjarlægður<br />

ásamt geirvörtu og geirvörtubaug og nýja brjóstið byggt upp, oftast með LD flipa með<br />

172<br />

171

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!