26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

165<br />

Samvinna<br />

starfsumhverfi í heilbrigðisþjónustu. Þessir staðlar lúta mjög að samskiptum og eru:<br />

Færni í samskiptum, heiðarleg samvinna, árangursrík ákvarðanataka, viðeigandi<br />

fagkunnátta, starfsfólk virt að verðleikum og áreiðanleg forysta (Shirey, 2006).<br />

Ljóst er af fjölda rannsókna að samskipti og samvinna lækna og hjúkrunarfræðinga<br />

spilar mikilvægan þátt í öryggi sjúklinga og öryggisbrag heilbrigðisþjónustu.<br />

Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að aukin samvinna lækna og hjúkrunarfræðinga<br />

stuðlar að betri útkomu hjá sjúklingum. Teymisvinna meðal fagstétta er talin hafa jákvæð<br />

áhrif á kostnað í heilbrigðisþjónustu, minni starfsmannaveltu, aukinn áhuga<br />

starfsmanna og aukna samvinnu sem skilar sér í ánægðari sjúklingum. Það leiðir svo<br />

til bættrar heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga og starfsmanna eykst (Ferguson<br />

ofl., 2007; Vazirani o.fl., 2005; Hojat o.fl., 2003; Rafferty o.fl., 2001). Rannsóknir þar<br />

sem gerður er samanburður milli skipulagðrar teymisvinnu þar sem markmiðasetning<br />

er sameiginleg annars vegar og daglegs stofugangs hins vegar sýna verulega<br />

aukna samvinnu milli lækna og hjúkrunarfræðinga þar sem sameiginleg markmiðasetning<br />

og teymisvinna fer fram (Vazirani o.fl., 2005).<br />

UMRÆÐA OG ÁLYKTANIR<br />

Við lifum á tímum hraða og breytinga þar sem krafan um skilvirkt, hagkvæmt og<br />

fljótvirkt heilbrigðiskerfi er sett fram, bæði af almenningi og yfirvöldum. Aukin þátttaka<br />

sjúklinga þegar kemur að heilsufari og heilsufarsupplýsingum og ákvarðanatöku<br />

vegna þess hefur orðið til þess að samband sjúklings og lækna hefur breyst. Þetta á<br />

einnig við um hjúkrunarfræðinga vegna nálægðar þeirra við sjúklinginn og birtist<br />

m.a. í aukinni kröfu um ítarlega upplýsingagjöf um sjúkdómsgreiningu, batahorfur,<br />

meðferðarúrræði og niðurstöður rannsókna. Þessar breytingar hafa áhrif á allt heilbrigðisstarfsfólk<br />

og krefjast aukinnar samvinnu viðkomandi aðila. Grundvöllur samvinnu<br />

ólíkra aðila er að hafa sameiginleg markmið. Þrátt fyrir að vinna hlið við hlið<br />

við umönnun sjúkra hafa læknar og hjúkrunarfræðingar <strong>ekki</strong> sett sér skýr sameiginleg<br />

markmið. Eins og komið hefur fram hér að ofan er það öllum aðilum í hag<br />

að þessar fagstéttir setji sér sameiginleg markmið og vinni í sameiningu að því að ná<br />

þeim.<br />

Rætur hjúkrunarfræðinnar <strong>liggja</strong> í umönnunarstörfum kvenna, frá fyrri<br />

öldum. Í þá daga var það hlutverk kvenna að sinna sjúkum og þeim sem minna<br />

máttu sín. Á hinn bóginn hafa störf lækna talist karlastörf. Á síðustu árum hafa<br />

kynjahlutföll í báðum stéttum breyst töluvert og það að hjúkrunarfræði sé kvennastétt<br />

og læknisfræði karlastétt er <strong>ekki</strong> eins áberandi og áður. Umræðan um að kynjabreyta<br />

hafi áhrif í samskiptum og samvinnu þessara stétta er þó enn til staðar. Í samskiptum<br />

lækna og hjúkrunarfræðinga virðist kynjabreyta þó <strong>ekki</strong> vera stærsti áhrifavaldurinn.<br />

Almennt virðast samskipti og samvinna hjúkrunarfræðinga og lækna<br />

byggjast á faglegum grunni frekar en lýðfræðilegum eða menningarlegum. Þó eimir<br />

enn af stöðnuðum kynjaímyndunum í samskiptum þessara stétta. Með því að auka<br />

167<br />

166

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!