26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

184<br />

Heiða Hringsdóttir og Sólveig Tryggvadóttir<br />

• Útskýra hugsanlega fylgikvilla og aukaverkanir lyfja og við hvern á að hafa<br />

samband ef slíkt kemur upp. Senda heim með sjúklingi öll nýjustu<br />

símanúmer hjá tengiliðum, s.s. deildarnúmer, neyðarnúmer og hvernig hægt<br />

er að ná í sérfræðing sjúklingsins.<br />

• Skrá viðbrögð sjúklings og aðstandenda við öllum þáttum útskriftaráætlunar.<br />

Heimildum ber saman um að til að ná þeim markmiðum, að sjúklingurinn sé<br />

tilbúinn að útskrifast og áætlunin gangi eftir, sé nauðsynlegt að hefja útskriftaráætlun<br />

snemma, helst við innskrift (Piper o.fl., 2006). Hjúkrunarfræðingar eru í lykilstöðu<br />

þegar kemur að útskriftaráætlunum. Þeir geta haft yfirsýn og samræmt áætlun og<br />

fræðslu allra er þátt taka í umönnun sjúklingsins, þar með talið aðstandenda og<br />

starfsmanna annarra þjónustueininga (Macleod, 2006). Hjúkrunarfræðingar leitast<br />

við að koma til móts við óskir og þarfir sjúklinganna og er tilfinningalegur<br />

stuðningur, skilningur og hvatning stór þáttur í starfi þeirra (Kristín Björnsdóttir,<br />

2005). Víða erlendis eru sérstakir hjúkrunarfræðingar sem starfa einvörðungu við<br />

það að útbúa og framfylgja útskriftaráætlunum fyrir skjólstæðinga viðkomandi stofnana.<br />

Þykir sýnt að þetta stuðli að fækkun legudaga, færri endurinnlögnum og þar af<br />

leiðandi minni kostnaði (Chiu og Newcomer, 2007). Sums staðar í Bandaríkjunum<br />

er jafnvel farið að vinna útskriftaráætlun í samvinnu við sjúklingana áður en til innlagnar<br />

kemur (Merriman, 2008).<br />

Útskriftaráætlun eftir skurðaðgerð á brjósti vegna krabbameins<br />

Til að bæta útskriftaráætlanir kvenna, sem fara í skurðaðgerð á brjósti vegna<br />

krabbameins, þarf að skoða þá áætlun sem fyrir er á deildinni og bera saman við<br />

niðurstöður úr nýjustu rannsóknum. Höfundar athuguðu fyrst hvað ylli konunum<br />

helst áhyggjum og erfiðleikum eftir útskrift. Einkennaálag eftir útskrift hjá konum,<br />

sem farið hafa í skurðaðgerð vegna brjóstakrabbameins, lýsir sér helst í magnleysi,<br />

verkjum, svefnleysi og áhyggjum af framvindu sjúkdómsins. Tengsl einkenna og<br />

hvaða atriði hafa áhrif á einkenni eru flókin en þó er hægt að spá fyrir um þessi einkenni,<br />

út frá fyrri reynslu og félagslegri stöðu kvennanna. Hjúkrunarfræðingar geta<br />

minnkað þetta álag með viðeigandi hjúkrunarmeðferð og fræðslu fyrir heimferð um<br />

hvers má vænta eftir útskrift (Kenefick, 2006).<br />

Niðurstöður rannsókna, sem hafa beinst að því hvenær undirbúningur<br />

útskriftar skuli hefjast, benda til að æskilegast sé að hefja hann strax við innskrift á<br />

sjúkrahúsið (Merriman, 2008; Pieper o.fl., 2007). Að hefja útskriftarfræðslu snemma<br />

dregur úr kvíða og óvissu og sjúklingnum finnst frekar að hann hafi nægan tíma til<br />

þess að læra og spyrja spurninga. Kvíði eykur verki eftir aðgerð, seinkar bata og<br />

kemur í veg fyrir að sjúklingar tileinki sér fræðslu. Því er mikilvægt að vinna gegn<br />

þessum áhrifum með öllum tiltækum ráðum. Sjúklingar með krabbamein hafa meiri<br />

kvíða og áhyggjur fyrir skurðaðgerð heldur en þeir sem fara í aðrar skurðaðgerðir og<br />

yngri sjúklingar eru haldnir meiri kvíða en hinir eldri (Özalp o.fl., 2003). Fræðsla<br />

hefur áhrif á líðan sjúklinga, fækkar fylgikvillum aðgerða og minnkar kvíða og þung-<br />

186<br />

185

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!