26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

169<br />

ÓLÖF GUÐRÚN ÁSBJÖRNSDÓTTIR<br />

Viðbrögð kvenna sem fara í endursköpun á brjóstum eftir<br />

brjóstnám vegna krabbameins<br />

INNGANGUR<br />

Brjóstakrabbamein er algengasta tegund krabbameins í konum og á hverju ári greinast<br />

að meðaltali 176 konur á Íslandi. Fyrsta meðferð eftir greiningu er oftast skurðaðgerð<br />

þar sem sjúki brjóstvefurinn er fjarlægður. Í mörgum tilfellum er <strong>ekki</strong> nauðsynlegt að<br />

fjarlægja allt brjóstið því oft er fleygskurður fullnægjandi meðferð til að koma í veg fyrir<br />

útbreiðslu meinsins. Eftirmeðferðin, það er hvort konan þurfi að gangast undir geislaog/eða<br />

lyfjameðferð ræðst síðan af stigun og alvarleika krabbameinsins (http://www.<br />

krabbameinsskra.is/).<br />

Að greinast með krabbamein í brjósti og gangast undir brjóstnám í kjölfar þess<br />

reynist flestum konum erfið lífsreynsla. Konan er <strong>ekki</strong> aðeins að greinast með illvígan<br />

sjúkdóm sem hér á árum áður var talinn dauðadómur, heldur breytist líkami hennar<br />

einnig verulega í kjölfar brjóstnámsins. Kvenleiki konunnar er að miklu leiti bundinn við<br />

brjóst hennar og hafa rannsóknir sýnt að konum finnst kvenímynd þeirra skekkjast við<br />

brjóstnám og þær upplifa sig síður sem kynverur.<br />

Tilgangur þessa verkefnis er að fjalla um endursköpun á brjóstum eftir<br />

brjóstnám. Mismunandi tegundir brjóstauppbygginga verða skoðaðar og farið lauslega<br />

yfir kosti og galla hverrar aðgerðartegundar. Þá verður einnig fjallað um líkamsímynd og<br />

breytingu á henni hjá konum sem misst hafa brjóst í kjölfar krabbameins. Einnig verður<br />

fjallað um endurheimtingu líkamsímyndar eftir endursköpun á brjóstum og ánægju<br />

kvenna sem gengist hafa undir slíka aðgerð. Að lokum verður gerð grein fyrir niðurstöðum<br />

rýnihóps hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á lýtalækningadeild Landspítala sem<br />

stofnaður var í tengslum við þetta verkefni en þar var rætt var um hvernig styðja mætti<br />

við jákvæða líkamsímynd kvenna sem gangast undir brjóstauppbyggingu.<br />

Leitað var á PubMed, Ovid, Scopus og PsycInfo með leitarorðunum: breast<br />

reconstruction, breast cancer, information, body image, mastectomy, sexuality og nursing. Leitin var<br />

takmörkuð við heimildir frá árunum 2000 til 2009 á enskri tungu. Þá var einnig farið á<br />

vef Krabbameinsfélags Íslands og upplýsingar um algengi og nýgengi<br />

brjóstakrabbameins sóttar þaðan. Einnig er vitnað í eina óbirta rannsókn um<br />

brjóstauppbyggingar á Íslandi. Önnur íslensk rannsókn um ánægju og lífsgæði eftir<br />

aðgerð er í burðarliðnum og fer hún af stað þegar tilskilin leyfi hafa fengist. Mikið er<br />

171<br />

170

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!